• 1. Object
  • 2. Object

2° - A 8 m/sek

565 9092

Aðstaða

Á Urriðavelli er stórglæsilegt 350 fermetra veitinga- og klúbbhús. Í klúbbhúsinu er afgreiðsla Urriðavallar ásamt verslun með helstu nauðsynjavörum golfarans. Þar er einnig búnings- og salernisaðstaða. Skrifstofa framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra er inn í klúbbhúsi ásamt fundarherbergi.

Stórglæsilegur veitinga og veislusalur er í klúbbhúsinu sem rúmar um 110 manns í sæti og eldhúsið er búið góðum tækjum og tólum. Frá veitingahúsinu er glæsilegt útsýni yfir stórann hluta vallarsvæðisins, bæði 9. og 18. hola eru staðsettar í nágrenni skála.

Par 3 ehf er rekstraraðili að veitingahúsinu Öðlingi sem er alla jafnan opið frá byrjun maí fram í miðjan október mánuð. Opnunartími er alla daga frá kl. 08:00 – 22:00 og lengur er þörf krefur. Par 3 ehf bíður uppá veisluþjónustu og frábæran matseðil fyrir alla.  Yfir sumartímann er hægt að panta salinn fyrir smærri hópa sem er að versla þjónustu af veitingaaðila og yfir vetrartímann er veitingaaðstaðan opin fyrir veislur, fundi eða aðra mannfagnaði, hægt er að ná í rekstraraðila í síma 774-5550 (Nikulás) og á netfangið veitingar@oddur.is.