• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Albatross hjá sigurliðinu í GB Ferðir Open

GB Ferðir Open mótið fór fram í fyrsta sinn á Urriðavelli í dag. Um 150 kylfingar mættu til leiks og léku á Urriðavelli sem er farinn að skarta sínu fegursta. Leikið var með Texas Scramble leikfyrirkomulagi, höggleikur með forgjöf.

Frábært skor var hjá sigurliðinu en liðið Troddu bara lék á 59 höggum nettó. Í liðinu léku Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson. Þeir fengu m.a. albatross á 5. holu eftir að hafa slegið niður annað högg sitt á þessari par-5 braut. Frábær frammistaða hjá þessum ungu kylfingum. Sigurður Bjarki sigraði einnig í Nike Midnight Open mótinu á Urriðavelli í gær og átti því frábæra helgi í keppnisgolfinu.

Helstu úrslit má sjá hér að neðan. Nálgast má verðlaun í afgreiðslu Golfklúbbsins Odds.

Verðlaunasæti:
1. sæti: 59 högg – Troddu bara (Sigurður Bjarki Blumenstein & Viktor Ingi Einarsson)
2. sæti: 61 högg – Dream Team (Magús Halldór Karlsson & Ófeigur Tómas Halldórsson)
3. sæti: 62 högg – Þöngulhausar (Sigurður Már Þórhallsson & Hákon Örn Magnússon)

10. sæti: 64 högg – Kotbændur (Gunnar Ingi Björnsson & Kristinn Wium)
20. sæti: 66 högg – Mundi & Waage (Matthías Waage & Ámundi Sigmundsson)
30. sæti: 69 högg – xy (Páll Kolka Ísberg & Unnur Helga Kristjánsdóttir)
40. sæti: 70 högg – Dekur Jónar (Jón Ásgeir Ríkarðsson & Jón Hilmar Hilmarsson)
50. sæti: 72 högg – Fellarnir (Hilmar Helgi Sigfússon & Ólafur Þór Ólafsson)

Nándarverðlaun:
4. braut – Herbert Viðarsson, GOS,  24 cm
8. braut – Ófeigur Tómas Hólmsteinsson, GKG –  56 cm
13. braut – Eyþór Ágúst Kristjánsson, GM –  1,95 m
15. braut – Guðmundína Ragnarsdóttir, GO – 7 cm

Lengsta teighögg karla á 10. braut:
Magnús Friðrik Helgason, GKG
Lengsta teighögg kvenna á 18. braut:
Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK

Hér má sjá úrslitin í heild sinni

Golfklúbburinn Oddur og GB Ferðir þakka kærlega fyrir þátttökuna og vona að kylfingar hafi notið dagsins.

gbferdiropen2016
Það var létt stemmning í mótinu í morgun. Hér má sjá tvö ágæt lið ásamt Jóhanni Pétri Guðjónssyni (f.m), eiganda GB Ferða.

< Fleiri fréttir