• 1. Object
  • 2. Object

-0.6° - NA 1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Forgjafahringir og skráning – helstu upplýsingar um nýtt fyrirkomulag

 

Tölvunefnd GSÍ hefur virkjað breytingar á golf.is er varða forgjafaskráningu og fleirri atriði sem listuð eru hér fyrir neðan. Í grunninn virkar nýja kerfið þannig að við skráningu á rástíma verður hringurinn sjálfkrafa skráður sem forgjafahringur og birtist á forgjafaeftirliti kylfings. Til að fyrirbyggja misskilning þá er ekki skilda að skrá forgjafahring þótt kerfið sé að vinna svona. Kylfingur getur sjálfur eytt út tilkynntum hringjum á forgjafayfirliti sínu, kylfingur getur einnig vistað kortið sem æfingahring en þá velur kylfingur engan ritara áður en vistað er og ef tilkynntur hringur er eldri en 3 daga gamall er ekki lengur hægt að skrá hann inn sem forgjafahring einungis sem æfingahring. 
Önnur mikilvæg breyting á kerfinu lýtur að því að við skráningu getur kylfingur sagt hvort hann ætli að spila 9 eða 18 holur sem frábær breyting sem nýtist vel við stjórnun á vellinum okkar og skapar vonandi svigrúm til að nýta betur völlinn. Við viljum því hvetja þá kylfinga sem ætla einungis að spila 9 holur um að vera duglegir að merkja það þannig.  

Tilkynna hring í stuttu máli:

  • Nú þegar kylfingur skráir sig á rástíma verður hringurinn tilkynntur sjálfkrafa og birtist á forgjafaryfirliti kylfings. 
  • Kylfingurinn getur merkt við hvort að hann ætli að leika 9 eða 18 holur á vellinum. 
  • Kylfingur getur nú skráð inn fyrri eða seinni 9 holurnar á 18 holu velli.
  • Kylfingur getur nú sjálfur breytt 9 holu skorkorti í 18 skorkort og öfugt, eins getur hann valið mismunandi teiga.
  • Kylfingur getur alltaf eytt út tilkynntum hringjum í forgjafaryfirliti.
  • Kylfingur getur alltaf skráð inn tölfræði á tilkynnta forgjafar- og æfingahringi.
  • Skráning á skorkorti er nú gerð í „Forgjafaryfirliti“ þar sem tilkynnti hringurinn er valinn (penninn).
  • Ef um æfingahring er að ræða þá þarf ekki að velja ritara þegar skorkortið er vistað.
  • Ef um forgjafarhing er að ræða þá hefur kylfingurinn hámark 3 daga frá því hringurinn var leikinn til að skrá skorið og velja ritara.
  • Ef tilkynntur hringur er eldri en 3 dagar þá er bara hægt að skrá hann sem æfingahring sem gildir ekki til forgjafar.

 

Í maí mun tölvunefnd GSÍ innleiða nýja viðmótstækni „React“ fyrir hinn almenna félagsmann til að ná þeim markmiðum að Golf.is hafi nútímalegt viðmót, verði notendavænn og hraðvirkur. 
Þetta þýðir að í smíðum er snjallvefur sem mismunar ekki skjástærð, og að hann virkar á öll viðtæki s.s. farsíma, tölvur og spjaldtölvur. Með snjallvef er verið að veita kylfingum þá þjónustu sem þeir sækjast eftir og þá upplifun sem þeir eiga skilið, óháð tæki. 
Samkvæmt vefgreiningu fyrir árið 2017 þá er helmingur kylfinga að nota vefinn í gegnum farsíma eða spjaldtölvur. Áætlað er að 1. útgáfa líti dagsins ljós í maí eins og ofar segir. Í fyrstu verða mínar síður og rástímaskráning aðgengileg í þessari nýju tækni. 2. útgáfa kemur síðan í september/október þar sem mótaskrá, mótaraðir, klúbbasíður og um GSÍ verður komið í nýtt útlit. 

Frá og með árinu 2020 verður eitt forgjafarkerfi notað á heimsvísu og verður það í fyrsta sinn sem eitt kerfi verður notað til að reikna út forgjöf kylfinga. Æðstu samtök golfíþróttarinnar á heimsvísu, USGA í Bandaríkjunum og R&A í Skotlandi hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við fjölmarga aðila og samtök á undanförnum árum.

Forgjafarkerfi fyrir kylfinga hafa verið ólík víðsvegar um veröldina og mismunandi áherslur einkenna hvert forgjafarkerfi.

Forgjafarkerfið hefur nú þegar verið prófað af 52.000 kylfingum í 15 löndum. Niðurstaðan er að 76% þeirra voru ánægðir með breytingarnar, 22% höfðu ekki skoðun á breytingunni og aðeins 2% voru óánægðir.

Hér eru helstu atriðin sem einkenna WHS forgjafarkerfið, World Handicap System. 

  • Forgjöf kylfinga verður reiknuð út frá árangri kylfinga í keppni og einnig út frá þeim golfhringjum eða golfholum sem leiknar eru utan keppni en er skilað til forgjafar.

  • 20 nýjustu golfhringirnir eru lagðir til grundvallar þegar forgjöfin er reiknuð og er þá meðaltalið af 8 bestu hringjunum notað til viðmiðunar.

  • WHS Forgjafarkerfið kemur til með að taka tillit til veðuraðstæða sem gætu haft áhrif á árangur kylfinga.

  • Forgjöf kylfinga verður uppfærð daglega.

  • Allir nýliðar í golfíþróttinni byrja með 54 í forgjöf og gildir það bæði fyrir konur og karla, börn og unglinga. Markmiðið er að gera upplifun nýliða úti á vellinum enn betri.

  • WHS forgjafarkerfið byggir á meðaltali síðustu 20 golfhringja er mikilvægt að kylfingar skrái sem flesta golfhringi á næstu tveimur árum. Bæði góða og slæma. Með þeim hætti fá kylfingar eins rétta forgjöf og hægt er þegar WHS forgjafarkerfið verður tekið í notkun 1. janúar 2020.

  • WHS forgjafarkerfið er sett saman úr því sem hefur virkað hvað best í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðaltalskerfið kemur úr bandaríska forgjafarkerfinu sem notað hefur verið af USGA og fleiri samböndum. Flest annað kemur úr EGA forgjafarkerfinu sem notað hefur verið í Evrópu og víðar.

  • Í WHS forgjafarkerfinu verður einn forgjafarflokkur.

  • Allir kylfingar með hærri forgjöf en 4,5 geta skráð alla hringi til forgjafar. Þeir sem eru með forgjöf 4,4 eða lægra geta aðeins skráð keppnishringi til forgjafar líkt og verið hefur. 

    Nánar verður greint frá forgjafarkerfinu á golf.is á næstunni og í 1 tbl. Golf á Íslandi 2018.

< Fleiri fréttir