• 1. Object
  • 2. Object

-0.6° - NA 1 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO kylfingar sjóðheitir þessa dagana

Það má segja að kylfingar GO hafi verið sjóðheitir síðustu daga og inn hefur rignt tilkynningum um holu í höggi eins og enginn sé morgundagurinn. Hér fer stutt lýsing af afrekum okkar fólks síðustu daga.

Etna Sigurðardóttir afrekaði það að ná draumhögginu á Korpunni á 6. holu á miðvikudaginn síðasta þegar nokkrar vinkonur úr æfingahóp meistaraflokks kvenna léku saman þar við frábærar aðstæður. Höggið var gott en þar sem flaggið var aftarlega á flötinni sáu þær ekki sjálfar þegar kúlan fór í en svo skemmtilega vildi til að vegna nándar við almennt útivistarsvæði þá var á leið framhjá holunni skokkari sem sá þetta í beinni útsendingu og hoppaði upp af gleði og því áttuðu þær stöllur sig á því að líklega hefði kúlan endað í holunni sem svo kom í ljós. 

Guðsmaðurinn, sögumaðurinn og skáldið, sr. Hjálmar Jónsson, fór holu í höggi á 4. braut og það í annað sinn. Sagan sem fylgdi var eitthvað á þá leið að eftir að hafa leikið 3. braut hafi síminn hringt og í símanum var kona sem óskaði eftir því við prestinn að hann jarðaði nýlátinn föður sinn. Sr. Hjálmar tók vel í þá bón og þá á frúin að hafa sagt: „Spilaðu nú næstu braut í minningu pabba“ sem hann og gerði með eftirminnilegum hætti. 

Í gær fór svo af stað út á golfvöll í blíðskapar veðri ráshópur þar sem í voru fjórir með ungum kylfingi honum Sigurði Baldri en með honum í hollinu voru foreldrar hans Ríkharður Flemming Jensen og Elva Björk Sigurðardóttir og einnig var besti vinur hans Styrmir Georgsson. Sigurður Baldur var að spila mjög góðann hring þegar að það var komið að 8. holu og þar náði hann draumahögginu. Sigurður Baldur er ekki vanur að merkja boltana sína en í þetta skiptið merkti hann boltann SBR. Hann tók PW og smellhitti boltann í örlítinn vinstri boga. Við sáum strax að höggið var mjög gott og það var ólýsanleg tilfining að sjá hann hverfa í holuna og heyra hljóðið í stönginni. Sigurður Baldur spilaði 9 holur þetta kvöld og var á 44 höggum sem gerðu líka 44 punkta enda gengur þetta svo vel upp í 8 þannig að þetta var skrifað í skýin.

Við óskum Etnu, sér Hjálmari og Sigurði að sjálfsögðu til hamingju með afrek sín. 

 

< Fleiri fréttir