• 1. Object
  • 2. Object

3.3° - ANA 7.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfbílareglur

Almennt

Notkun golfbíla er almennt heimiluð á Urriðavelli, en vallarstjóri og eða framkvæmdastjóri geta takmarkað eða bannað akstur við ákveðnar aðstæður. Kylfingum er skylt að kynna sér reglur þessar um notkun golfbíla áður en leikur hefst.

Markmiðið með reglum þessum er að tryggja öryggi notenda golfbíla og stýra umferð til að tryggja að álagssvæði við flatir, teiga og torfærur slitni ekki um of og séu í leikhæfu ástandi.

 

Ábyrgð og takmarkanir

Notkun golfbíla á Urriðavelli er á ábyrgð notanda/leigutaka. Er hann ábyrgur fyrir meiðslum eða skemmdum sem hljótast af akstri golfbílsins.

16 ára aldurstakmark er á notkun golfbíla. Akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja er stranglega bannaður.

Ökumaður skal fylgja notkunarleiðbeiningum framleiðanda. Það þýðir m.a. að einungis 2 mega vera í hverjum bíl.

 

Akstursleiðir og leiðbeiningar

Á öllum par 3 brautum vallarins skal aka á stíg. Á öðrum brautum vallarins skal aka á snöggslegnum brautum eða á stígum þar sem þeir eru. Fara skal eftir öllum umferðarmerkingum á vellinum.

Akstur golfbíla er bannaður nær torfæru (sand og vatns) en 10 metrar. Akstur golfbíla er bannaður nær flöt en 20 metrar. Akstur golfbíla er bannaður nær teig en 10 metrar

Undantekning frá þessari reglu er ef stígur eða eðlileg leið liggur nær.

Við akstur golfbíla ættu kylfingar að huga að því hvar þeir keyra svo þeir valdi ekki óþarfa skemmdum á vellinum. Ekki keyra yfir nýtyrfð svæði, grund í aðgerð eða aka golfbíl út í óslegið röff.

Við ákveðnar aðstæður skal fylgja 90° reglunni – akið með gát.

“90° reglan – akið með gát þýðir að við ákveðnar aðstæður er skylt að keyra í röffjaðri og einungis leyfilegt að aka að boltanum frá 90° horni, semsagt ekki aka inn á brautina fyrr en boltinn er við hliðina á þér. Þessi regla er almennt notuð þegar grassvörðurinn er einstaklega viðkvæmur og er verið að reyna hlífa honum. Skal því aka með gát.”

Sé ökumaður golfbíls uppvís að því að fylgja ekki reglum þessum eða stefnir sjálfum sér og öðrum í hættu með ógætilegum akstri getur honum verið vísað af velli.