• 1. Object
  • 2. Object

2.8° - SSV 4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýjar teigmerkingar fá góð viðbrögð

Félagar í Golfklúbbnum Oddi hafa vafalaust tekið eftir því að teknar hafa verið í noktun nýjar teigmerkingar á Urriðavelli. Sú breyting hefur átt sér stað að í stað þess að teigmerkin séu merkt með lit (hvítur, gulur, blár, rauður) – eru þau nú merkt með númeri sem endurspeglar lengd vallarsins af viðkomandi teig.

 

Ástæðan fyrir breytingunni er einkum sú að hvetja kylfinga til að velja sér teig sem hentar þeirra getustigi og högglengd. Fyrirmyndin er sótt til Norðurlanda þar sem þetta fyrirkomulag hefur reynst vel.

 

Nýjar teigmerkingar hafa nú verið á Urriðavelli frá opnun vallarins 16. maí og er óhætt að segja að félagar taki breytingunni vel. Fjölmargir félagar hafa lýst ánægju sinni með breytinguna en að auki þá líta teigmerkin vel út í stuðlabergsstíl.

 

Hér að neðan má sjá forgjafarviðmið sem verða kylfingum til ráðgjafar við val á teig á Urriðavelli í sumar. Er það von okkar að þessi breyting auki ánægju kylfinga ásamt því að bæta leikhraða.

Microsoft Word - Leiðbeiningar um teigaval.docx

< Fleiri fréttir