• 1. Object
  • 2. Object

2° - ANA 8 m/sek

565 9092

Dagatal kvennastarfs 2018

Dagskrá kvennastarfs Odds  2018.

 

Púttmótaröðin 2018

Púttmótaröðin var haldin í Golfskálanum  Urriðavelli.
Alls voru 8 mót frá 13. janúar til 3. mars.

Samtals tóku 185 konur þátt í öllum 8 mótunum, eða 78 einstaklingar. 

Þar af var 21 kona sem mætti í a.m.k. 4 skipti og 2 sem mættu í öll 8 skiptin. 

Meðalskor úr öllum mótum samtals var 19 högg, en brautin var 13 holur.

 

Kvennakvöldið var svo haldið 13. apríl

Þema kvöldsins var „Glitrandi gleði“ og skálinn skreyttum samkvæmt því. 

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, borðgjafir, golfþrautir, leynigesti og Púttdrottning 2018 var krýnd. 

Happdrættið var á sínum stað og fjöldi glæsilegra vinninga í boði.  Kvöldið hófst með fordrykk og síðan var boðið upp á lúxusmáltíð að hætti kokksins  á Öðlingi. 

Að sjálfsögðu létu Oddskonur sig ekki vanta, en  105 konur mættu.

 

Kampavínskvöld  Oddskvenna og kynning á sumarstarfinu 2018, var 3. maí

Sumardagskráin var kynnt og einnig boðið uppá tilboð á frábæru ítölsku freyðivíni. 

Nýjar konur í klúbbnum voru sérstaklega boðnar velkomnar.  

Golf Company var svo með glæsilega tískusýning á golffatnaðnum frá abacus, Daily Sports og nýjasta merkinu sínu Golfino.

 

Vorferð í Úthlíð 25. maí

Oddskonur munu spila á golfvellinum í Úthlið þann 25. maí.

Brottför er kl. 11:30 frá bílastæðinu sunnan Smáralindar í Kópavogi. 

Í Úthlíð verður ræst út af öllum teigum kl. 14:00.

Það verður að sjálfsögðu mikið gaman og glens í ferðinni, eins og áður.

4 manna Texas Scramble. 
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og dregið úr skorkortum.

Verð er aðeins 7.500 kr. 

Innifalið er rútan fram og til baka, vallargjald, teiggjafir, lamb í aðalrétt, kaffi og kaka á eftir.

Sama verð hvort sem komið er með rútunni eða á eigin bíl.

 

Fuglar og ernir í sumar

Allar konur ætla að fá FUGLA og/eða ERNI í sumar.

Skrái það á þar til gerða miða er fást í afgreiðslunni. 

Miðarnir settir í Fugla- og Arnakassann á sama stað.

Afrekin verða birt reglulega á Fésbók – Konur í Golfklúbbnum Oddi.

Á Lokamótinu 15. september verður dregið úr FUGLUM og ÖRNUM sumarsins. 

Hin heppna fær „Fugl“ ársins.

 

Vinkvennaheimsókn GO og GKG kvenna í júní

GO konur heimsækja GKG konur og spila á Leirdalsvelli þriðjudaginn 12. júní.

GKG konur heimsækja GO og spila á Urriðavelli  mánudaginn 18. júní.

Mótsgjald er 2.500 kr. fyrir alla – Skráning á Golf.is

 

Meistaramót Golfklúbbsins Odds 30. júní. til 7. júlí

Hvetjum allar konur að taka þátt!

Konur spila saman.  Skipt í flokka eftir getu,

Frábær leið að kynnast sjálfri sér sem kylfingi og auðvitað öðrum GO konum líka.

Góð reynsla að taka þátt í móti og eflir félagsandann innan GO.

 

Vinkvennaheimsókn GO og GK kvenna í júlí

Ákveðið var að breyta fyrirkomulagi þessa vinkvennamóts. 

Mótið verður núna tveggja daga samfellt mót 26. og 27. Júlí (fimmtudagur og föstudagur). 

Fyrri daginn verður spilað á Urriðavelli og hinn síðari á Hvaleyrinni. 

Skráning fer fram á Golf.is. 

Ein skráning fyrir báða dagana, þ.e. sömu konur spila saman á sama tíma báða dagana. 

Að móti loknu verður boðið uppá „Happy hour“  og kvöldverð (valfrjálst) í skála Keiliskvenna fyrir verðlaunaafhendingu. 

Skráningargjald 5.000 kr. 

 

Léttar  á Ljúflingi fimmtudaginn 8. ágúst

Grín- og glensmót sumarsins.

Mikið fjör….  mikið gaman  ….  saman.

Og samkvæmt venju eru bara TVÆR KYLFUR leyfðar að eigin vali.

Leikinn verður golfleikur með afbrigðum.
Veitingabíllinn sér um að halda konum við efnið.

Kvöldverður og verðlaunafhending í skála að leik loknum.

 

Lokamót kvenna, laugardaginn 15. september

Snærisleikur og tveggja manna Texas scramble.

Ræst út af öllum teigum kl. 14:00 – Teiggjafir, sprell o.fl. meðan á leik stendur.

Verðlaunaafhending og glæsilegur kvöldverður að hætti Öðlings í golfskála að leik loknum.

Fugladrottning ársins dregin út.