• 1. Object
  • 2. Object

3° - N 2 m/sek

585 0050

POWERADE LIÐAKEPPNI GO

Um er að ræða liðakeppni GO, þar sem allir kylfingar í GO með skráða forgjöf hafa keppnisrétt. Fjöldi keppenda í hverju liði mega vera að hámarki sex. Hámarks leikforgjöf er gefin 37 hjá körlum og 43 hjá konum.  Allir í liðinu mega keppa en tveir bestu telja í hverju móti. Þeir tveir kylfingar sem skora best fyrir lið sitt í punktakeppni telja til stiga í heildarstigakeppninni. Í liðakeppni (sem telst vera) Texas scramble og betri bolti gildir besta parið til stiga í heildarstigakeppninni.  

Að venju eru leiknar fimm umferðir á hverju keppnistímabili og fyrirkomulag eftirfarandi.  

1. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni.
2. umferð er leikin betri bolti.
3. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni 
4. umferð er leikin óráðið fyrirkomulag
5. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni.
Þrjú mót af fimm telja til stiga.

Flott verðlaun eru veitt í mótaröðinni og 10 efstu liðin hljóta glæsileg verðlaun. Sigurpar hvers móts fær einnig verðlaun “út að borða” ásamt því að veitt verða nándarverðlaun og ýmiss óvænt afbrigði verðlauna til að gera mótið skemmtilegt.

 

Mótsstjórn skipa: Valdimar Júlíusson formaður mótanefndar, 
Svavar Geir Svavarsson héraðsdómari, Laufey Sigurðardóttir héraðsdómari.
Tökum þátt og eigum skemmtilegt sumar saman.