Kæru kylfingar!
Golf Akademía Odds er ánægð að geta loksins boðið kylfingum að skrá sig í golfkennslu veturinn 2021. Hérna fyrir neðan er hægt að kynna sér fyrstu námskeiðin sem í boði verða í vetur. Í ljósi aðstæðna biðjum við þá sem skrá sig til að passa vel upp á sóttvarnir þegar mætt er, aðgangur að handspritti verður til staðar og grímuskylda verður á svæðinu. Þátttakendur verða að vera með sinn eigin búnað. Námskeiðin sem hér eru auglýst fara öll fram í inniaðstöðunni í KÓRNUM í Kópavogi. Takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði.