• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Æfingar fyrir börn og unglinga 2020

Golfklúbburinn Oddur býður öllum félagsmönnum yngri en 18 ára að nýta sér sumaræfingatíma golfklúbbsins án endugjalds

Æfingar í sumar 2020 verða á mánudögum klukkan 15:00 til að byrja með og stendur æfingin yfir í klukkutíma. Fleiri æfingatímar munu svo bætast við ef mæting verður góð. 

Um er að ræða almennar æfingar fyrir unglingastarfið en þar er tilvalin vettvangur til að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni og kynnast íþróttinni frekar ásamt því að kynnast öðrum krökkum í klúbbnum.

Allar frekari upplýsingar um starfið eða æfingar er hægt að fá hjá Rögnvaldi Magnússyni golfkennara í síma 8670395 eða hjá skrifstofustjóra GO  Svavari í síma 8215401.

Frí er á æfingum í meistaramótsviku klúbbsins sem almennt er í upphafi júlí. (5 – 11. júlí 2020). Við munum hvetja okkar unglinga til að taka þátt í meistaramótinu og hjálpa þeim að finna flokk sem hentar getu hvers og eins.