• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Langtímanámskeið í júlí/ágúst (10. skipti)

Þann 9. júlí hefst fyrra námskeiðið af tveimur langtímanámskeiðum sem boðið verður upp á í júlí en síðara námskeiðið mun hefjast 11. júlí. 

Æfingarnar eru hugsaðar fyrir hinn almenna kylfing þar sem farið verður yfir flest sem við kemur golfiðkun. Um 10 kennslustundir er að ræða, þar sem æfingarnar skiptast í sex einnar klst æfingar og tvær tveggja klst spilaæfingar og er þetta frábær leið til að undirbúa sig vel fyrir síðsumarið og tilvalinn undirbúningur fyrir haustið ef hugur stendur til þess að fara í golfferð að loknu sumri.

Nánara skipulag má kynna sér hér fyrir neðan og vert að benda á að það seldist hratt upp á þessi námskeið sem haldin voru bæði fyrr í sumar og í lok síðasta árs. 

Langtímanámskeið 1: 

Æfingaplan/Þema:

9. júlí: Stefnustjórnun í púttum. Klukkan 19:00

16. júlí: Sveiflan. Klukkan 19:00

23. júlí: Lengdarstjórnun í púttum. Klukkan 19:00

30. júlí: Vippæfingar. Klukkan 19:00

6. ágúst: Sveiflan. Klukkan 19:00

 Há innáhögg/pitch. Klukkan 19:00

20. ágúst: Upphitunarrútína og spil 19:00-21:00

27. ágúst: Spilæfing með kennara á ljúfling 19:00-21:00

 

Langtímanámskeið 2: 

Æfingaplan/Þema:

11. júlí: Stefnustjórnun í púttum. Klukkan 19:00

18. júlí: Sveiflan. Klukkan 19:00

25. júlí: Lengdarstjórnun í púttum. Klukkan 19:00

1. ágúst: Vippæfingar. Klukkan 19:00

8. ágúst: Sveiflan. Klukkan 19:00

15. ágúst: Há innáhögg/pitch. Klukkan 19:00

22. ágúst: Upphitunarrútína og spil 19:00-21:00

29. ágúst: Spilæfing með kennara á ljúfling 19:00-21:00

Plan sett upp með fyrirvara um breytingar vegna veðurs.

Síðast seldist upp! Verð á námskeiði: 30.000

Skráning: mpgolfkennsla@hotmail.com

Rögnvaldur Magnússon og Phill Hunter

Rögnvaldur Magnússon og Phill Hunter kenna á námskeiðunum