• 1. Object
  • 2. Object

-1° - S 7 m/sek

585 0050

Langtímanámskeið í maí/júní 2019

Boðið verður upp á þrjú langtímanámskeið í sumar þar sem kylfingar geta æft reglulega til undirbúnings fyrir t.d. meistaramót og átök sumarsins. Æfingar hefjast 22. maí og í boði verða þrjár tímasetningar.

Farið verður yfir flest sem viðkemur golfiðkun. Námskeiðunum er skipt upp í 8 einnar klst. æfingar og í lok námskeiðs er svo tveggja tíma spilaæfing.

Þrjú námskeið eru í boði:

Námskeið A stendur frá 13:00-14:00
Námskeið B stendur frá 19:00-20:00
Námskeið C stendur frá 20:00-21:00

Æfingaplan/Þema:

22. maí: Stefnustjórnun í púttum.
29. maí:  Sveiflan.
3. júní: Lengdarstjórnun í púttum.
5. júní: Vippæfingar.
10. júní: Sveiflan.
12. júní: Há inná högg/pitch
19. júní: Glompu og há högg
24. júní: Upphitunarrútína og spil
26. júní: Spilæfing með kennara á ljúfling (2 klst)

Á síðasta ári fylltist hratt upp í þessi námskeið og því um að gera að skrá sig strax.

Skráning: mpgolfkennsla@hotmail.com
Kennarar: Phill Hunter og Rögnvaldur Magnússon
Verð: 30.000kr