• 1. Object
  • 2. Object

1.3° - SSA 2.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Boltarenna tekin í noktun á Urriðavelli

Nú gefst félögum í Golfklúbbnum Oddi færi á að leika níu holur á Urriðavelli þó völlurinn sé þéttbókaður. Ákveðið hefur verið að gera þá tilraun að setja upp boltarennu við 10. teig. Með þessu móti er það von okkar hjá GO að nýting Urriðavallar verði betri og fleiri kylfingar geti leikið á góðviðursdögum.

Reglurnar eru einfaldar en kylfingur setur einfaldlega sinn bolta fyrir sig og sinn ráshóp í boltarennuna. Sá leikmaður sem á boltann sem er neðst í rennunni er þá næstur út á völl opnist eyða á seinni níu holunum. Þetta á við þegar ráhópur hættir leik eftir níu holur eða að hægt sé að koma inn í ráshóp á 10. teig og leika síðari níu holur Urriðavallar. Gerð verður tilraun með boltarennu út sumarið og verður svo farið yfir í vetur hvernig til tókst.

Um er að ræða góðan valkost fyrir þá kylfinga sem ekki hafa náð í rástíma en vilja ná að leika níu holur. Við vonum að félagar taki vel í þessa nýjung.

< Fleiri fréttir