• 1. Object
  • 2. Object

8° - S 5 m/sek

585 0050

Aðstaða

Á Urriðavelli er stórglæsilegt 350 fermetra veitinga- og klúbbhús. Í klúbbhúsinu er afgreiðsla Urriðavallar ásamt verslun með helstu nauðsynjavörum golfarans. Þar er einnig búnings- og salernisaðstaða. Skrifstofa framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra er inn í klúbbhúsi ásamt fundarherbergi.

Stórglæsilegur veitinga og veislusalur er í klúbbhúsinu sem rúmar um 110 manns í sæti og eldhúsið er búið góðum tækjum og tólum. Frá veitingahúsinu er glæsilegt útsýni yfir stórann hluta vallarsvæðisins, bæði 9. og 18. hola eru staðsettar í nágrenni skála.

Öðlingur Mathús er heitið á veitingasal Urriðavallar. Staðurinn er opinn frá frá kl. 08:00 – 22:00 og lengur er þörf krefur yfir sumartímann frá maí – okróber. Yfir sumartímann er hægt að panta salinn fyrir smærri hópa og  yfir vetrartímann er veitingaaðstaðan aðgengileg til leigu fyrir veislur, fundi eða aðra mannfagnaði, hægt er að ná í rekstraraðila í síma 852 6757 og á netfangið veitingar@luxveitingar.is Hægt er að smella hér til að fá frekari upplýsingar um salinn og sjá myndir