• 1. Object
  • 2. Object

11.4° - SSA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Aðstaða

Á Urriðavelli er stórglæsilegt 350 fermetra veitinga- og klúbbhús.
Veitinga- og veislusalur er í klúbbhúsinu sem rúmar um 110 manns í sæti og eldhúsið er búið góðum tækjum og tólum. Frá salnum er glæsilegt útsýni yfir stóran hluta Urriðavallar og víðar. 

Aðstaða sem boðið er upp á í og við klúbbhús:

Rúmgott bílastæði Stutt á æfingavæði
Búningsklefar Púttflatir við golfskála
Golfverslun Veitingasala
Frítt Wi-fi Skrifstofur

Veitingasala er rekin yfir golftímabilið frá byrjun maí og til október mánaðar og er klúbbhúsið þá opið frá morgni til kvölds og þangað eru allir velkomnir, kylfingar sem og aðrir gestir.

Yfir vetrartímann er veitingaaðstaðan aðgengileg til leigu fyrir veislur, fundi eða aðra mannfagnaði, hægt er að fá frekari upplýsingar um salinn með því að hafa samband við veitingaaðila í síma 7800000 Axel eða á netfangið veitingar@oddur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á skrifstofa@oddur.is eða hafa samband á skrifstofutíma í síma 5850050

 

Skálinn að vetrarlagi