• 1. Object
  • 2. Object

3° - SA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingastarf GO

Barna- og unglingaæfingar GO eru ætlaðar félagsmönnum á aldrinum 9 til 18 ára (yngri iðkendur eru þó vel velkomnir í samráði við þjálfara).  Kennsla er í höndum Golf Akademíu Odds undir stjórn PGA kennaranna Phill Hunter og Rögnvaldar Magnússonar en umsjónaraðili æfinga er Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Auður Björt Skúladóttir PGA nemar. 

Hægt er að vera í sambandi við skrifstofu golfklúbbsins á netfangið hrafnhildur@oddur.is til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á æfingum.

Vetraræfingatíminn er byrjaður og æfingar fara fram í Golfklúbbnum Oddi út september.

Frí verður í október og í nóvember byrja æfingar inni í Kórnum.  

Æfingahópur 9 – 11 ára. -Stelpuhópur
Þriðjudagar 15:10-16:05
Fimmtudagar 16:10-17:05

Æfingahópur 9 – 11 ára. -Strákahópur
Þriðjudagar 16:10-17:05
Fimmtudagar 15:10-16:05

Æfingahópur 12 – 18 ára
Þriðjudagar 17:10-18:05
Fimmtudagar 17:10-18:05

•Hægt er að er ráðstafa frístundarstyrk sveitarfélaga upp í æfingagjöld hjá klúbbnum.

•Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Hrafnhildi Íþróttastjóra (hrafnhildur@oddur.is)

————————————————————————————————————–

Hægt er að skrá sig í barna- og unglingastarf Odds hér

www.xpsclubs.is