• 1. Object
  • 2. Object

1.6° - SA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmeistaranir með í Nýherjamótinu á Urriðavelli

Um næstu helgi fer fram Nýherjamótið á Urriðavelli en það er lokamót ársins á Eimskipsmótaröðinni. Góð þátttaka er í mótinu en Íslandsmeistararnir 2015 í höggleik, Signý Arnórsdóttir úr GK og Þórður Rafn Gissurarson úr GR, verða á meðal keppenda um helgina.

Rúmlega 90 kylfingar eru skráðir til leiks en aðeins er rými fyrir 84 kylfinga. Það eru því sex kylfingar á biðlista inn í mótið en 84 forgjafalægstu kylfingarnir fá keppnisrétt í mótinu.

Urriðavöllur er í frábæru ásigkomnulagi um þessar mundir. Flatirnar eru mjúkar og ættu að gefa tækifæri fyrir okkar bestu kylfinga til að “ráðast á pinnann”. Veðurspá fyrir mótið lítur einnig vel út. Leiknar verða 36 holur á laugardag og svo 18 holur á sunnudag.

Meðal þeirra kylfinga sem verða á meðal keppenda má nefna fyrrverandi Íslandsmeistaranna Axel Bóasson, Kristján Þór Einarsson, Ólaf Björn Loftsson, Harald Franklín Magnús, Tinnu Jóhannsdóttur auk þeirra Signýju og Þórðar sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Nokkrir kylfingar úr GO eru skráðir til leiks og má þar nefna klúbbmeistarann Rögnvald Magnússon og klúbbmeistara síðasta árs Ottó Axel Bjartmarz. Við óskum okkar fólki góðs gengis á Urriðavelli um næstu helgi.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á golf.is

< Fleiri fréttir