• 1. Object
  • 2. Object

-1° - VSV 3 m/sek

565 9092

Lífleg og góð opnunarhelgi að baki

Urriðavöllur var vel sóttur um nýliðna helgi þegar hann opnaði loksins eftir góðan vetrardvala og félagsmenn voru ánægðir að komast af stað þó auðvitað það væri vorbragur á vellinum og sveiflunni. Vallarstarfsmenn hafa verið að vinna í söndun og sáningu á flatir eftir opnunina og því miður er veðráttan ekki alveg að vinna með okkur þar sem hitastigið hefur farið nálægt frostmarki og var það meira að segja þannig í dag að snjóþekja var yfir öllu svæðinu fram til rúmlega 8 í morgun (þriðjudaginn 15.maí). Við vonum þó að völlurinn taki fljótt við sér með hækkandi hitastigi og við viljum biðja þá kylfinga sem eru að leika þessa fyrstu daga að vera duglegir að laga boltaför á flötum vallarins og setja torfusnepla í sár á brautum. 

 

< Fleiri fréttir