• 1. Object
  • 2. Object

7.2° - NNV 3.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur opnar laugardaginn 12. maí klukkan 9:00

Það þarf ekkert að vera með toga og teygja þessa frétt, við erum að opna, sjáumst á laugardaginn. 

En svona í lengra máli þá fór loksins allt á fullt á Urriðavelli þegar frost fór úr jörðu hér síðastliðinn mánudag og undirbúningur opnunar hófst fyrir alvöru. Veðurfarið hefur eðlilega mikil áhrif á störf okkar og það skal viðurkennast að bjartsýni var svo sem ekki ríkjandi á svæðinu í byrjun síðustu viku en verulega hefur ræst úr málum á Urriðavelli síðustu daga og að baki eru langir vinnudagar hjá vallarstarfsmönnum við að gera allt klárt fyrir opnun. Brautir, flatir og teigar hafa verið valtaðir og sláttur að hefjast og það verður yndisleg tilfinning að finna fyrir grasilmi í Urriðavatnsdölum. 

Við þurfum að loka vellinum alveg frá og með fimmtudeginum 10. maí og því verður ekkert vetrarspil á vellinum leyft meðan vallarstarfsmenn klára undirbúning opnunar.

Skráning á rástíma opnar með hefðbundnum hætti þá klukkan 22:00 miðvikudaginn 9. maí vegna rástíma á laugardaginn.

Við ætlum að opna klukkan 9:00 þessa fyrstu viku eftir opnun, veðurspáin er svona eitthvað að sýna okkur kólnandi daga í næstu viku en við sjáum bara hvernig það þróast og bregðumst við því eins og með þarf. 

Opnunarmót GO fer fram laugardaginn 19. maí og hefst skráning í mótið klukkan 12:00 laugardaginn 12. maí. Vakin er athygli á því að undankeppni holukeppni er núna sérmót en ekki hluti af opnunarmóti. Nánar á golf.is.

< Fleiri fréttir