• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Karlasveit GO í þriðja sæti í Öndverðarnesi

Sveit GO í sveitakeppni eldri kylfinga karla hafnaði í þriðja sæti eftir sigur gegn liði GÖ í leik um þriðja sætið í mótinu sem fram fór um síðustu helgi í Öndverðarnesi. Flottur árangur hjá okkar mönnum sem voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn en töpuðu í spennandi leik.

Sveit GO í sveitakeppni eldri kylfinga skipuðu þeir Anton Antonsson, Þór Geirsson, Magnús Birgisson, Magnús Ólafsson, Jóhann Ríkharðsson, Vignir Sigurðsson Ægir Vopni Ármannsson og Gunnlaugur Magnússon.

Magnús Birgisson liðsstjóri GO segir ljóst að kjarni sveitarinnar sé mjög góður og stefnt verði á sigur á næsta ári. Til hamingju með árangurinn!

 

< Fleiri fréttir