• 1. Object
  • 2. Object

6.6° - V 8.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Urriðavöllur

18 holu Urriðavöllur var vígður 8. ágúst árið 1997 en hafði fram að þeim tíma verið 9 holu völlur frá árinu 1990. Við hönnunina var höfuðáhersla lögð á að nýta sérkenni landslagsins. Undir hraunjaðrinum eru margar holuflatir þannig að jaðarinn myndar fagurt baksvið. Þá eru teigar uppi í hraunjaðrinum til þess að skapa yfirsýn yfir brautina framundan. Ein hola er að öllu leiti inni í hrauninu.   Efstu holur vallarins eru í 100 metra hæð yfir sjó, en flestar þeirra í 60 – 70 metrum yfir sjó. Öllum brautum vallarins hafa verið gefin heiti, sem sótt eru í gömul örnefni eða landslag í Urriðakotslandi. Nafn hverrar brautar er skráð á stuðlabergsstöpul og ennfremur er þar mynd af brautinni og lengd tilgreind.

Við hönnun Urriðavallar var sú hugsun fyrst og fremst höfð að leiðarljósi að hann væri skemmtilegur klúbbvöllur frekar en erfiður keppnisvöllur. Helstu kylfingar landsins hafa þó fengið að kynnast því að hann er engan veginn auðveldur viðfangs af öftustu teigum og sómir hann sér því einnig vel sem keppnisvöllur.

Enginn getur á móti því mælt að golfvöllurinn í Urriðavatnsdölum er í fögru umhverfi þar sem aðstaðan og umgengni er til fyrirmyndar.  Kylfingum skal svo eftirláta, hverjum og einum, að dæma um hann að öðru leyti.

Sjá völl á korti