• 1. Object
  • 2. Object

5.8° - SSA 2.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Snjór fjarlægður af flötum Urriðavallar

Undanfarna daga hafa vallarstarfsmenn á Urriðavelli unnið hörðum höndum að því að fjarlægja snjó og brjóta upp klaka á flötum Urriðavallar. Þetta er gert til að reyna að lágmarka kalskemmdir sem geta orðið þegar klaki liggur ofan á jörð í þýðu. Búið er að fjarlægja snjó af mörgum flötum vallarins og öllum flötum sem liggja í hraunjaðrinum þar sem mest hætta er á að kalskemmdir verði við þessar aðstæður.

Með því að fjarlægja snjó af flötum minnka líkurnar á kalskemmdum verulega enda gefur það vallarstarfsmönnum betra tækifæri til að brjóta upp klaka þegar slíkar aðstæður skapast. Óhætt er að segja að um mikilvægt verk sé að ræða. Skemmst að minnast klakavetursins 2014 sem gerði mörgum golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu skráveifu.

Vallarstarfsmenn sitja ekki auðum höndum þó Urriðarvöllur sé snævi þakinn. Mynd/GO

Vallarstarfsmenn sitja ekki auðum höndum þó Urriðavöllur sé snævi þakinn. Mynd/GO

< Fleiri fréttir