• 1. Object
  • 2. Object

3.6° - S 5.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Spennandi SNAG golfnámskeið að hefjast í Miðhrauni

Magnús Birgisson PGA golfkennari mun halda SNAG golfnámskeið laugardaginn 5. mars kl. 15-17 og föstudaginn 11. mars kl. 12-14.

Á námskeiðunum verða grunnhreyfingar í golfinu kenndar og æfðar á skemmtilegan hátt með æfingum og þrautum með SNAG golfkennslufræðinni. Námskeiðið hentar öllum kylfingum bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja bæta golfsveifluna, helstu golfhöggin og styrkja golfgrunn sinn.

Hvert námskeið kostar 6000 kr. og er SNAG kennslubók innifalin í verðinu. Ef áhugi er á að taka þátt í báðum námskeiðunum er verðið 10.000 kr.

Skráning er á magnusgolf@gmail.com eða í síma 775-0660 og er hámarksfjöldi þátttakenda 10 manns.

Meira um námskeiðið:
SNAG (Starting New At Golf) kennsluaðferðin er margverðlaunuð af PGA í Evrópu og hlutaðeigandi aðilum víðs vegar um heiminn. Þessi kennsluaðferð hefur einnig sannað sig hér á landi en fjölmargir Íslendingar á öllum aldri hafa tekið fyrstu skrefin í golfinu með SNAG og reyndir kylfingar hafa bætt golftækni sína og golfgrunn. Á námskeiðinu er notaður SNAG búnaður og þurfa þátttakendur ekki að koma með eigin kylfur.

< Fleiri fréttir