• 1. Object
  • 2. Object

3.7° - 5.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

65 + Karlar upplýsingar um stöðu mála á LEK móti golfklúbba

Uppfært – Keppni er lokið í LEK móti golfklúbba þar sem keppnislið GO hóf leik í B. riðli. Lið GO hafnaði í 4. sæti eftir hörkuspennandi leik við lið Keilis um þriðja sætið. Lið GO komst örugglega upp úr B-riðli og lék í undanúrslitum við lið GR, sá leikur tapaðist 3 – 2 og því var það okkar hlutskipti okkar manna að leika við lið Keilis um þriðja sætið. Keilismenn höfðu betur með 3,5 vinningum gegn 1,5. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir mótið og mótsleikina, við þökkum okkar köppum innilega fyrir að vera glæsilegir fulltrúar GO og þeir munu æfa vel í vetur og koma tvíelfdir til leiks á næsta ári.

Í B-riðli voru okkar menn með liði Öndverðarness, Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Keilismönnum. Fyrsti leikur mótsins hjá okkar mönnum var við lið GM og okkar menn áttu flottan leik og sigruðu með 3.5 vinningum gegn 1.5 vinningi.

Í annari umferð léku okkar menn við Keili þar sem Keilismenn höfðu nokkra yfirburði og sigruðu 4- 1

Í þriðju umferð mættu okkar menn liði

Í undanúrslitum léku okkar kappar við lið GR

Í leik um 3. sæti mættu okkar menn liði Keilis aftur og enn á ný höfðu keilismenn betur þó leikurinn hafi verið jafnari en fyrr um morguninn þegar þeir mættust í riðlakeppninni.

Vegna veðurs var mótið leikið nokkuð þétt og mikið álag var á mönnum að leika 4 umferðir á einum degi en þarna eru á ferðinni miklir keppnismenn sem létu það ekki stoppa sig og kláruðu öll liðin mótið með mikilli sæmd. Lið GR varð sigurvegari í mótinu eftir úrslitaleik við lið Nesklúbbsins.

*mynd með frétt er fengin að láni á facebook síðu LEK.

< Fleiri fréttir