• 1. Object
  • 2. Object

3.6° - ASA 1.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO konur sigruðu á fyrsta móti golfklúbba í 65 + flokki kvenna – Innilega til hamingju með titilinn

Aldeilis frábært hjá okkar konum sem sigruðu lið GR með glæsibrag í úrslitum 2 / 1 á fyrsta LEK móti golfklúbba. Björg Þórarinsdóttir, Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir, Kristín Erna Guðmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Björg Kristinsdóttir og Hervör Þorvaldsdóttir skipuðu lið GO. Í undanúrslitum mættu okkar konur liði Keiliskvenna og báru sigurorð af þeim 2 / 1 þar sem Ingibjörg sigraði tvímennings leik sinn og Kristín Erna og Margrét kláruðu fjórmenningsleikinn sinn. Í úrslitaleiknum mættu okkar konur liði GR sem þær höfðu tapað fyrir í gær í riðlakeppninni en þær voru staðráðnar í því að láta það ekki gerast aftur. Í fjórmenningsleiknum gegn GR töpuðu Margrét og Kristín sínum leik en Ingibjörg vann góðan sigur á Oddnýu í liði GR og því var allt undir hjá Björgu Þórarinsdóttur sem lék við Guðrúnu Garðars og fór sá leikur í bráðabana á 19. holu þar sem Björg vann og tryggði liði GO sigur.

Hér fyrir neðan eru klippur af úrslitum í öllum umferðum en einnig er hægt að smella á þennan hlekk hér og lesa um mótið á síðu nesklúbbsins. VIð færum Nesklúbbnum þakkir fyrir að halda mótið og þeim sem fulltrúm LEK sem kláruðu það verkefni með sóma.

Klúbbur5. umf.Klúbbur
GRÚrslitaleikurGO
FjórmenningurStigÚrslitStigFjórmenningur
Margrét Geirsdóttir15/40Kristín Erna Guðmundsdóttir
Jóhanna IngólfsdóttirMargrét Ólafsdóttir
TvímenningurTvímenningur
Guðrún Garðars019. hola1Björg Þórarinsdóttir
Oddný Sigsteinsdóttir02/11Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir
1Alls2

Í fjórðu umferð mættu

Klúbbur4. umf.Klúbbur
GOGK
FjórmenningurStigÚrslitStigFjórmenningur
Margrét Ólafsdóttir11/00Guðrún Guðmundsdóttir
Kristín Erna GuðmundsdóttirSólveig Jakobsdóttir
TvímenningurTvímenningur
Björg Þórarinsdóttir02/11Guðrún Eggertsdóttir
Ingibjörg Sigurrós15/40Sigrún Ragnarsdóttir
2Alls1

Hér er yfirlit yfir leiki okkar kvenna í riðlakeppninni.

Klúbbur1. umferðKlúbbur
GO
FjórmenningurStigÚrslitStigFjórmenningur
Birna Aspar04/21Margrét Ólafsdóttir
Steinunn HelgadóttirKristín Erna Guðmundsdóttir
TvímenningurTvímenningur
Ásta Birna Benjamínsdóttir5/31Björg Þórarinsdóttir
Elísabet Böðvarsdóttir13/2Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir
1Alls2

Í annari umferð mættu okkar konur liði GR og töpuðu naumlega þar.

Klúbbur2. umf.Klúbbur
GOGR
FjórmenningurStigÚrslitStigFjórmenningur
Hervör Þorvaldsdóttir11/00Jóhanna Ingólfsdóttir
Ingibjörg HelgadóttirMarólína Erlendsdóttir
TvímenningurTvímenningur
Björg Kristinsdóttir05/31Guðrún Garðars
Björg Þórarinsdóttir02/11Oddný Sigsteinsdóttir
1Alls2

Okkar konur sátu hjá í þriðju umferð.

< Fleiri fréttir