• 1. Object
  • 2. Object

-0.9° - NV 0.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

ÆFINGAR BARNA OG UNGLINGA 2023

Æfingar barna og unglinga hjá Golfklúbbnum Oddi hefjast 17. janúar og fara fram í Kórnum í Kópavogi í vetur en færast svo yfir á Urriðavöll þegar aðstæður leyfa í vor.

Við viljum hvetja foreldra og aðstandendur barna og unglinga í GO til að skrá börn og barnabörn á æfingar og aðstoða okkur við uppbyggingu á barna og unglingastarfi GO.  Ekki er sett skilyrði að iðkandi sé skráður í GO og því bjóðum við alla velkomna. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, klúbbmeistari GO og PGA golfkennaranemi hefur tekið við stöðu íþróttastjóra GO og mun leiða starfið næstu árin samhliða kennaranámi. 

……………….

Æfingar eru hugsaðar fyrir börn fædd 2004 – 2014 og æfingatímum skipt niður á þrjá aldurhópa. 

Æfingahópur 9 – 11 ára. 
Þriðjudagar 15:00 – 16:00 
Fimmtudagar 15:45 – 16:45.

Æfingahópur 12 – 14 ára.
Þriðjudagar 16:00 – 17:00 
Fimmtudagar 16:45 – 17:45.

Æfingahópur 15 – 18 ára.
Þriðjudagar 16:00 – 17:00 
Fimmtudagar 16:45 – 17:45.

Á æfingum í janúar verða allir æfingatímar opnir og ekki skilyrði að skráningu sé lokið. Ef áhugi er fyrir því að prófa að æfa væri frábært ef þið látið vita með því að senda póst á hrafnhildur@oddur.is svo hægt sé að halda utan æfingatímana.

Æfingagjald er 12.000 og greiðist við skráningu. 

Skráning fer fram í gegnum nýtt skráningarkerfi á þessari vefslóð https://xpsclubs.is/oddur/registration

Barna- og unglingaæfingar GO eru ætlaðar börnum á aldrinum 9 til 18 ára (yngri iðkendur eru þó vel velkomnir í samráði við þjálfara). Ekki er sett skilyrði fyrir því að barnið sé í golfklúbbnum til að stunda æfingar í vetur en enginn spilaréttur í sumar er innifalinn í æfingagjaldi. Til að öðlast spilarétt á svæðinu þarf að ganga frá félagsaðild barna og unglinga í Odd eða Ljúfling.  

Kennsla æfingahópa er í höndum Golf Akademíu Odds undir stjórn PGA kennaranna Phill Hunter og Rögnvaldar Magnússonar en umsjónaraðili æfinga er Hrafnhildur Guðjónsdóttir PGA nemi.

Hægt er að vera í sambandi við skrifstofu golfklúbbsins á netfangið hrafnhildur@oddur.is til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála eða aðrar upplýsingar um æfingar. Ef æfingartímar henta ekki þínu barni er velkomið að vera í sambandi og við finnum út úr því hvort annar æfingatími er mögulegur.  Æfingar munu svo færast á okkar æfingasvæði hér á Urriðavelli þegar aðstæður leyfa.

Hlökkum til að sjá ykkur !

< Fleiri fréttir