• 1. Object
  • 2. Object

6.9° - SSV 4.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingasvæðið og vetrarvöllur á Urriðavelli opna!

Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið birt nýja auglýsingu sem heimilar golf á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þá auglýsingu þá opnum við aftur í vetrarmynd frá og með 20. október hér á Urriðavelli. Vetrarvöllur á holum 10 – 18 verður þá opinn ásamt því að æfingasvæðið okkar Lærlingur opnar. Athugið að Ljúflingur er lokaður.

Skilda verður að bóka sig á rástíma og opið er fyrir bókun á golfbox. Ræst er út á 10 mínútna fresti.

Þar sem við erum kominn inn í veturinn og gras hætt að vaxa þá eru í gildi ófrávíkjanlegar sérreglur á vetrarvelli GO sem settar eru til að vernda völlinn okkar svo ekki hljótist tjón af vetrarspili svona seint á tímabilinu.

– Bannað er að slá af brautum. Skylda er að færa boltann út í röff.
– Notast verður við gervigrasteiga eða afmörkuð svæði við teighögg.
– Golfbílar, þríhjól og aðrir bílar eru bannaðir.
– Snertilaust golf er í gangi, bannað að snerta stangir og gætum að sóttvörnum

– einungis er opið fyrir félagsmenn

Salernisaðstöðu á vellinum hefur verið lokað, klúbbhús verður opið á skrifstofutíma svo að félagsmenn geti nýtt salernisaðstöðu en athugið að eftir 16:00 er golfskáli lokaður.

Æfingasvæðið er opið frá og með 20. október, kylfingar gæti að hreinlæti og fari eftir þeim reglum sem uppi eru við boltavél og við inngang á svæðið.

Við biðjum félagsmenn að hafa í huga að völlurinn eru viðkvæmir á þessum árstíma. Að sjálfsögðu biðjum við kylfinga að veita því sérstaka athygli að veðurspáin næstu daga boðar næturfrost og má því gera ráð fyrir því að við þurfum að loka fyrir rástíma ef vallaraðstæður eru þannig, rástímar sem lokað er á falla þá niður.

Áfram minnum við á mikilvægi þess að þvo hendur, spritta og gæta að almennu hreinlæti.


Góða skemmtun,
Stjórn og starfsfólk GO

< Fleiri fréttir