• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

BÆNDAGLÍMA 2017 – TILRAUN 2

30. september 2017 –  Mæting kl.11.00 – Ræsing kl.12.00 af öllum teigum.

Veðurspá helgarinnar ýtti Bændaglímunni okkur til um eina viku og ákveðið hefur verið að reyna að láta bændur kljást laugardaginn 30. september. Þeir sem voru skráðir i fyrri glímuna þurfa að skrá sig aftur á golf.is en opnað hefur verið fyrir skráningu. 

Bændur munu raða í holl eftir þörfum, getu og vilja. Hvaða leikur verður þennan dag mun koma í ljós á bændaglímudegi eða fyrr. Skráning er þannig að þú skráir þig í næsta lausa pláss og ekki er sjálfgefið að þeir kylfingar sem skrá sig saman í ráshóp verði saman í ráshóp á leikdegi. 

Ýmsar uppákomur verða á meðan leik stendur. 

Innifalið í mótsgjaldi er: Golfskemmtun, nesti, veislumatur eftir leik og lokaskemmtiatriði Bænda sem mun líklega (ekki) koma á óvart. Drykkir verða veittar á velli og utan vallar ef það á við á meðan á leik stendur.

Matseðill er ekki af verri endanum: Æne svænhúnd al la Öðlingur með öllu því sem fylgja ber að engu undanskildu nema það sé búið í búrinu. 

Eigum góðan lokahnykk saman.
Bændaglímuráð.
p.s. ef þetta tekst ekki í tilraun 2, munum við að sjálfsögðu reyna tilraun 3 og svo koll af kolli fram að jólum

< Fleiri fréttir