• 1. Object
  • 2. Object

1.3° - SSA 2.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Bændaglíma GO 2019

Það var eins og við mátti búast troðfullt í bændaglímu GO 2019. Til leiks voru mættir 128 keppendur og léku þeir völlinn við kjöraðstæður og mikið fjör var á vallarsvæðinu. Keppnin hefur verið með því sniði undanfarin ár að leikinn er allur Urriðavöllur og Ljúflingur líka. Við leikum 4ra manna texas á Urriðavelli en á Ljúfling er leikið foursome.

Bændur þetta árið voru þeir Sigurður Sigurðsson sem var bóndi bláa liðsins og Guðmundur Þórir Guðmundsson tók að sér hlutverk rauða bóndans. Á vellinum var Baldur okkar einnig akandi um völlinn um hvetjandi leikmenn áfram ásamt því að veita keppendur eitthvað gott í kroppinn sem einnig var hlutverk bænda.

Að lokinni glímu var sest að borðum í golfskálanum þar sem borinn var fram á borð dýrindis snitzel ásamt meðlæti. Enginn fór svangur heim og einhverjir hlutu verðlaun fyrir árangur þótt það sé ekki aðalatriði dagins þegar þessi skemmtun fer fram.

Besta skor dagsins kom frá Rauðu liði, keppendur þar voru Svavar Geir, Etna, Jón Ævarr og Kristjana en þau léku völlinn á 56 höggum nettó.

Besta skor bláa liðsins var 58 högg og voru þar á ferðinni Samúel, Guðmundur, Ingibjörg og Guðrún Erla.

Ljúflingur var svo leikinn best af einu liði bláa hópsins, þar voru á ferðinni Haukur Örn, Einar Geir, Emil Helgi og Óli Ingi. Þeir félagar gerðu sér lítið fyrir og komu í hús á 28 höggum sem verður að teljast glæsilegt.

Þegar allt hafði verið talið var það Bláa liðið sem sigraði mótið en sá hópur lék völlinn samanlagt á 1005 höggum á meðan rauða liðið lék á 1007 höggum. Sigurður Sigurðsson er því aðalbóndinn þetta árið.

Sigurður Sigurðsson, bóndi bláa liðsins kampakátur eftir daginn.
Besta skor dagsins 56 högg, hér róleg í brekkunni við skálann eftir 9 holur, greinilega einbeitt.
Hér eru Ljúflingsmeistarar GO 2019, 28 högg, forseti GSÍ leiddi hópinn.
Hér voru flottustu fulltrúar bláa liðsins sem gerðu sitt og komu í hús á góðum 58 höggum.
< Fleiri fréttir