• 1. Object
  • 2. Object

10.2° - A 4 m/s

585 0050

Book Tee Times

DDLakkaLakk sigurvegari Powerade-mótaraðarinnar

Lokamótið í Powerade-mótaröðinni fór fram síðastliðinn laugardag og var frábær þátttaka í mótaröðinni ár. Mótaröðin hefur vaxið ár frá ári og voru alls 24 lið sem tóku þátt í ár. Þetta árið var mótið sett upp á annan hátt en undanfarin ár til að reyna að brjóta upp keppnina og hafa hana spennandi fram á lokamót.

 

Veitt voru verðlaun fyrir 10 efstu sætin, besta skor og punktar kvenna og karla, sigurliði hvers móts fyrir sig voru veitt verðlaun, draumahringur liðs í einu mótinu var dreginn fram í dagsljósið og svo var leikið Texasmót í einu mótanna. Verðlaun í mótinu voru stórglæsileg en verðmæti þeirra var vel á aðra milljón ef allt er talið og ber að þakka þeim sem styrktu mótaröðina vel fyrir þeirra framlag. Stærstu styrktaraðilar þetta árið voru Vífilfell, Icelandair-Hotels, Leonard, Nói Siríus, Myndform og Innnes.

 

Í fyrsta sinn í 8 ár náði lið að sigra mótið öðru sinni en lið DDLakkaLakk bar sigur úr býtum með 374 punkta eftir harða keppni þar sem miklar sviptingar urðu í lokamótinu og ekki munaði miklu á efstu liðunum en lið Grand hafnaði í öðru sæti á 372 punktum. Lið Pinnanna sem leiddi mótið með nokkrum yfirburðum eftir tvö mót af fjórum hafnaði svo í þriðja sæti með 363 punkta.

 

Besta skor kvenna átti Sólveig Guðmundsdóttir 166 högg, besta skor karla átti Rögnvaldur Magnússon 154 högg, besta punktaskor kvenna átti Elsa María Jónsdóttir 80 punktar og besta punktaskor karla átti Magnús Skúli Magnússon 82 punktar, en þess má geta að Magnús er einungis 9 ára. Tvö bestu mót einstaklinga af þremur töldu.

 

Lokastaðan í liðakeppninni

Punktakeppni og höggleikur kvenna

Punktakeppni og höggleikur karla

< Fleiri fréttir