• 1. Object
  • 2. Object

7.4° - S 4.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Flatir Urriðavallar líta vel út

Þíða hefur verið á Urriðavelli frá því síðdegis í gær og er snjór og klaki að mestu farinn af flötum vallarins. Vallarstarfsmenn hafa unnið sleitulaust að því í vetur að brjóta klaka af flötum til að koma í veg fyrir skemmdir.

Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri á Urriðavelli, kannaði ástand flata vallarins í dag og er útlitið gott. Flestar flatir líta vel út við fyrstu sýn og segir Tryggvi að litlar skemmdir séu á flötunum af völdum klaka sem getur kæft grassvörðinn í þíðu.

Vonir standa til að vorið fari að láta á sér kræla og með því hækkandi hitastig. Enn er töluverður klaki á brautum og má búast við að einhverjar skemmdir verði af þeim sökum. Vallarstarfsmenn hafa unnið gríðarlega gott starf við að brjóta klaka í vetur og er töluverð reynsla í baráttunni við klakann að skila sér.

20160308_144051

Flatir Urriðavallar líta ágætlega út.

20160308_144005

< Fleiri fréttir