• 1. Object
  • 2. Object

4.5° - NNV 11.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Flott mæting á vorfund GO

Golfstemming var greinanleg á andlitum spenntra félagsmanna þegar formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir málin fyrir komandi sumar hér á Urriðavelli í pökkuðu húsi á vorfundi GO. Boðið var upp á veitingar og til leiks kynntir nýir veitingaaðilar þar sem þau Axel Óskarsson og Katrín Ósk Aldan eru að taka við rekstrinum hér af Lux veitingum og góður andi var yfir salnum og við erum gífurlega spennt fyrir komandi sumri og því sem þau munu bjóða okkur uppá.

Auðvitað eru allir að bíða eftir aðalmálinu sem er opnun vallarsvæðisins og ákvörðun hefur verið tekin að opna Urriðavöll með opnunarmóti laugardaginn 7. maí. Skráning í mótið opnar þriðjudaginn 3. maí klukkan 13:00. Rástímabókun fyrir komandi tímabil opnar svo formlega þriðjudagskvöldið 3. maí klukkan 22:00.
Sama fyrirkomulag verður á bókunum í sumar þar sem kylfingar geta bókað sig 6 daga fram í tímann og verið með 4 virkar bókanir í gangi. Þegar opnað verður fyrir bókanir á þriðjudagskvöld þá ætti að opnast fyrir bókanir á laugardags eftirmiðdag, sunnudag og mánudag.

Við bíðum spennt eftir opnun og það mikil tilhlökkun fyrir komandi sumri.

Katrín Ósk Aldan og Axel Óskarsson eru nýir veitingaaðilar á Urriðavelli
< Fleiri fréttir