• 1. Object
  • 2. Object

5.3° - SA 2.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttatilkynning

Elín Hrönn Ólafsdóttir formaður GO hefur ákveðið að stíga til hliðar frá og með deginum í dag.  Þetta tilkynnti hún á stjórnarfundi í gær.

Ástæða ákvörðunar Elínar er að hún hóf MBA nám í Háskólanum í Reykjavík nú í haust með fullri vinnu. Þessar nýju persónulegu áskoranir koma í veg fyrri að hún geti sinnt starfi sínu sem formaður af þeim krafti sem hún sjálf vill og kýs því að víkja. 

Elín Hrönn hefur verið ötul í starfi klúbbsins til fjölda ára, fyrst í félagsnefnd GO, kom að undirbúningi EM kvennalandsliða haustið 2015  ásamt því að hafa stýrt verkefnaplani sjálfboðaliða í tengslum við EM 2016.

Síðastliðin þrjú ár hefur Elín Hrönn sinnt starfi formanns GO og ýtt úr vör stórum verkefnum sem bíða nú eftirfylgni nýs formanns.

Elín Hrönn þakkar félagsmönnum samstarfið og óskar nýjum formanni velgengni í komandi verkefnum.

Stjórn Golfklúbbsins Odds hefur skipt á ný með sér verkum og mun Kári Sölmundarson varaformaður GO taka við verkefnum formanns fram að næsta aðalfundi.  Kári hefur setið í stjórn Golfklúbbsins Odds síðustu þrjú árin og hefur sýnt mikinn áhuga og metnað í störfum sínum.

Stjórn Golfklúbbsins Odds vill nota tækifærið og þakka Elínu Hrönn fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum og hlökkum til að hitta hana á golfvellinum næsta sumar.

Stjórn GO

< Fleiri fréttir