• 1. Object
  • 2. Object

11.4° - SSA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af vorfundi

Það var flott mæting á vorfund GO sem haldin var í golfskálanum á Urriðavelli og sjá mátti gleði í andlitum félagsmanna þegar kunnugleg andlit mættu þeim hvert sem litið var. Kári formaður bauð gesti velkomna og boðið var upp á léttan morgunverð.

Kári fór yfir stöðu mála á vellinum en eins og fundargestir sáu þegar þeir komu að svæðinu þá höfum við lagt sérstaka dúka yfir allar flatir vallarins sem flestar koma ekki vel undan vetri. Í vetur hafa okkar starfsmenn unnið við ýmis verkefni, árið í ár verður einstaklega stórt í endurnýjun tækja en aðalástæðan þar að baki er að tæki sem áttu að berast fyrir tveimur árum eru nú loksins að mæta til landsins.

Golfklúbburinn Oddur á 30 ára afmæli þann 14. júní í sumar og við stefnum að því að halda upp á það með afmælismóti 17. júní og eflaust einnig síðar í sumar í kringum Íslandsmótið í golfi sem haldið verður á Urriðavelli í 10. – 13. ágúst. Til að halda félagsmönnum betur upplýstum um stöðu mála í sumar þá munum við birta viðburðadagatal á heimasíðu okkar svo hægt sé að sjá hvenær mót og stærri viðburðir loka hluta úr degi og því ættu allir að geta skipulagt sig betur hvað varðar bókanir á völlinn. Kári sagði frá því að lögð verði áhersla á það í sumar að fækka utanaðkomandi hópum í rástímabókun en auðvitað yrði alltaf eitthvað um lokanir en þetta er í anda þeirrar yfirlýsingar sem sett var fram á aðalfundi í hasut.

Bjartsýni ríkir í okkar herbúðum að nýtt deiliskipulag verði samþykkt fljótlega í sumar og vinna er hafin í því að uppfæra kostnaðaráætlun og greina rekstrargrundvöll fyrir stækkun golfvallarins. Kári fór yfir nokkur önnur mál áður en Þorvaldur framkvæmdastjóri tók við af honum og fór yfir stöðu vallarins á þessum tíma og hvenær við mögulega sjáum okkur fært að opna. Mikil spenna var í húsinu eðlilega en eftir myndasýningu og lýsingu framkvæmdastjóra á stöðu vallarins kom það salnum ekki á óvart að líklega yrði opnun ekki mögulega fyrr en í kringum 20. maí. Auðvitað ræður ýmislegt för hér og við tökum þetta allt dag frá degi og ef aðstæður verða okkur hliðhollar næstu vikuna verður það endurskoðað eins og það sama á þá við ef aðstæður verða okkur ekki hliðhollar.

Hægt er að smella á þennan hlekk hér til að hlusta á fundinn í heild sinni en hann var sendur út beint á facebook.

https://www.facebook.com/golfklubburinn.oddur/videos/254428757101339

< Fleiri fréttir