• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

FYRIRLESTUR FRÁ BIRGI LEIFI HAFÞÓRSSYNI FYRIR FÉLAGSMENN GO

Það er okkur mikill heiður að fá Birgi Leif í heimsókn næstkomandi þriðjudag 17. apríl klukkan 20:00 og spennandi að heyra hann segja frá ferlinum, lærdóminum í kringum sinn feril, hvernig hann nær árangri og verkefnum sínum þessa dagana en eins og margir vita er golftímabilið hans komið á fullt og hann var að detta inn á Opna spænska meistaramótið þar sem hann var á biðlista og er fer af stað í dag klukkan 12:25. Meðal keppenda á Opna spænska er Jon Rahm sem er númer 4 á heimslistanum og var í toppbaráttunni á MASTERS um nýliðna helgi og fleirri frábærir kylfingar eiga þar við okkar mann.  

Birgir Leifur fer yfir sýna nálgun á markmiðasetningu og hvernig hún nýtist hinum almenna kylfingi og eflaust fljóta með skemmtilegar sögur af ferðum hans. Fyrirlesturinn er afar fróðlegur og gefur góða innsýn í hvernig afreksíþróttafólk nálgast sín verkefni og markmið og svo er velkomið að kasta á hann spurningum í lok fyrirlestursins. 

Svo við getum áttað okkur á fjöldanum þá er nauðsynlegt að skrá sig, það er gert með því að senda póst á svavar@oddur.is 

Hvetjum félagsmenn til að nýta sér þetta tækifæri og eiga skemmtilega og fróðlega kvöldstund með okkur.

Með kveðju og von um góða mætingu,
Félagsnefnd GO

hér má sjá ráshópinn hans Birgis í dag.  

< Fleiri fréttir