• 1. Object
  • 2. Object

3.4° - NA 2.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO konur áfram í 1. deild kvenna eftir tvo góða sigra í dag

Það var heldur betur gangur á okkar konum í dag þegar þær léku í 3. og 4. umferð á Íslandsmóti golfklúbba hér á sínum heimavelli. Okkar konur mættu liði Sauðárkróks (GSS) í morgun og höfðu sigur í þeim leik 3 -2 eftir hörku spennandi viðureign þar sem rigndi fyrir allt sumarið í þeim leik en það hafði lítil áhrif á okkar konur sem sigldu góðum sigri í höfn. Eftir hádegið mættu okkar konur liði GV og voru í frábærum gír og kláruðu leikinn hratt og vel enda var farið að blása duglega á vellinum þegar leið á daginn augljóst að það ýtti við okkar konum að ganga vasklega til verks og tryggja sæti sitt í deildinni að ári. Bravó fyrir GO konum.

GO konur eiga svo lokaleik á mótinu á morgun við lið GS þar sem leikið er um 5. sætið og hefst sá leikur klukkan 9:26 og munum við fylgjast vel með okkar konum og vonandi láta einhverjir sjá sig hér á svæðinu. Við þökkum þeim sjálfboðaliðum séð hafa sér fært að aðstoða okkur við að halda vel utan um mótið, græni herinn er greinilega ennþá lifandi.

< Fleiri fréttir