• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

GO semur við Golf Akademíuna um golfkennslu

Golfklúbburinn Oddur og Golf Akademían Oddur hafa undirritað samstarfssamning þess efnis að Golf Akademían muni sinna golfkennslu á Urriðavelli næstu þrjú árin. Undir merkjum Golf Akademíunar starfa golfkennararnir Phill Andrew Hunter og Rögnvaldur Magnússon. 

Golf Akademían Oddur mun bjóða upp á golfkennslu fyrir félagsmenn á Lærlingi, æfingasvæði Golfklúbbsins Odds, auk þess sem boðið verður upp á ýmis námskeið hér innan svæðis. Golf Akademían mun einnig stýra barnanámskeiðum klúbbsins í sumar og halda utan um æfingastarf afrekshópa klúbbsins.

„Við erum spenntir fyrir samstarfi okkar við Golf Akademíuna, við þekkjum að sjálfsögðu vel til þeirra enda hafa þeir báðir verið stór hluti af okkar PGA kennarahóp hér á undanförnum árum. Stjórn klúbbsins leggur áherslu á að efla golfkennslu á öllum vígstöðum innan klúbbsins, ekki síst íþróttastarf meðal yngstu kynslóðarinnar og fyrir hinn almenna kylfing. Ég er þess fullviss að samstarf við Golf Akademíuna muni hjálpa félagsmönnum á öllum getustigum að bæta sig í golfíþróttinni,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO.

Að lokun vill Golfklúbburinn Oddur færa Magnúsi Birgissyni sem starfaði hér við golfkennslu um langt skeið miklar þakkir fyrir vel unnin störf og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vígstöðvum sem hann segir frá hér í öðrum pósti á síðunni í kveðju til félagsmanna. Við viljum einnig þakka Andreu Ásgrímsdóttur fyrir hennar góða starf hér á síðustu árum og óskum henni einnig velfarnaðar í sínum störfum. 

 

< Fleiri fréttir