• 1. Object
  • 2. Object

9.3° - ASA 2.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfferð GO 2019 – nokkur sæti laus

EL PLANTIO GOLF RESORT DAGANA 15. – 22. OKTÓBER 2019. Ýmsar aðrar ferðadagsetningar í boði. Fyrir allar bókanir, hafið samband við Þórð hjá Úrval Útsýn í gegnum síma 585-4102 eða thordur@uu.is 

Golfklúbburinn Oddur í samstarfi við Úrval Útsýn býður uppá frábæra haustferð til El Plantio. Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að fara í skemmtilega haust golfferð og þetta árið ætlum við að ferðast til Alicante á Spáni á El Plantio golfsvæðið. Frábær gisting, flottur golfvöllur, allt innifalið, golfbíll fyrstu 18 holur hvers dags og ótakmarkað golf, hljómar næstum of vel er það ekki. Svæðið er frábær kostur fyrir kylfinga af öllum getustigum.

Hvað er innifalið í ferðinni:
Flug með Icelandair
Flugvallargjöld og skattar
Ferðataska og handfarangur
Flutningur á golfsetti
Flutningur til/frá flugvelli og hótels
Gisting í 7 nætur á El Plantio Golf Resort
Allt innifalið í mat og drykk*
Ótakmarkað golf Golfbíll fyrstu 18 holur hvers dags
Golfkerra
Íslensk fararstjórn
Golfmót 
Lokahóf 

Verð:
Fjórbýli – 209.900 kr. á mann
Þríbýlí  – 216.900 kr. á mann
Tvíbýli  – 224.900 kr. á mann
Einbýli  – 264.900 kr. á mann

Viltu lengri golfferð ?
Möguleiki er að bæta dögum við ferðina ef einhverjir vilja vera lengur
eða koma fyrr, þið ræðið þetta við Þórð sem reynir að sníða
þá ferðina að ykkar óskum.


Aðeins um svæðið:
Glæsilegt golfsvæðið er einungis fimm mínútum frá Alicante flugvelli og 10 mínútna akstur er í miðbæ Alicante. Á svæðinu eru tveir golfvellir, einn 18 holu skógarvöllur með tveimur vötnum sem koma við sögu á 6 brautum og 9 holu par 3 völlur. Boðið er upp á ótakmarkað golf þar sem golfbíll fylgir með fyrstu 18 holur dagsins. Allt er innifalið í mat og drykk (morgun, hádegis og kvöldverður auk innlendra drykkja). Flogið er með Icelandair. Spilað er golf á komu og brottfarardögum þegar tími gefs​t. El Plantio hefur verið vinsælasti golfstaður Úrval Útsýn undanfarin ár.​

Aðeins um hótelið/íbúðirnar:
Allar íbúðir eru búnar tveimur sjónvörpum, hitastýrikerfi, öryggishólfi, ýmist 2 eða 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, stofu, borðstofu, góðum svölum eða verönd, fullbúnu eldhúsi og þvottahúsi með þvottavél og þurrkara. Íbúðirnar eru um 500 metra frá klúbbhúsinu og sjá starfsmenn Plantio um að skutla farþegum á milli eða tilvalin upphitun fyrir golfhring að ganga að vellinum.   

< Fleiri fréttir