• 1. Object
  • 2. Object

3.7° - 5.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfleikjanámskeið barna – skráning opin

Við höfum tengst nýju skráningar og greiðslukerfi Sportabler sem heldur utan um bókanir á golfleikjanámskeið sumarsins og því er um að gera að bóka börnin eða barnabörnin á þau námskeið sem í boði eru í sumar. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna hér í fréttinni og velkomið að senda póst á skrifstofa@oddur.is.

Verð á námskeiðin er 15.000 fyrir 5 daga námskeið og 12.000 á 4 daga námskeið, enginn afsláttur er veittur i ár en við gátum ekki boðið upp á þann valmöguleika í nýju bókunarkerfi svo verðið var aðlagað að breyttum aðstæðum og jafnað út.

GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ GO

Um golfleikjanámskeiðið

Golfkennsla á golfleikjanámskeiðum GO er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar. Námskeiðstími er 9 – 12 á öllum námskeiðum. Á námskeiðinu er börnunum kennd grunnatriði golfíþróttarinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin.

Kennsluaðstaða og útbúnaður

Námskeiðin fara fram á æfingasvæði GO, pútt og vippvelli ásamt því að Ljúflingur er nýttur undir spilakennslu og frekari kynningu á íþróttinni. 

Mæting er á hverjum morgni í golfskálann á Urriðavelli þar sem kennarar taka á móti börnunum.
Ekki er skylda að mæta með eigin útbúnað en það er að sjálfsögðu velkomið, kennarar eru með aukakylfur til að nota þegar það á við ásamt því að notaður er útbúnaður frá SNAG. Við biðjum foreldra um að kenna börnunum strax góða umgengni og skilja ekki eftir golfsett og útbúnað fyrir framan inngang að golfskála.

Dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar. (2022)

  1. námskeið: 13. – 16. júní (4 dagar) 
  2. námskeið: 20. – 24. júní (5 dagar)
  3. námskeið: 27. – 01. júlí (5 dagar)
  4. námskeið: 18. júlí. – 22. júlí (5 dagar)
    Athugið að námskeiðstími er frá 9:00 – 12:00   Skráning á námskeiðin er í gegnum vefsíðu sportabler þar sem skrá þarf sig inn með rafrænum skilríkjum.

Verð fyrir 5 daga námskeið er 15.000 kr. 
Verð fyrir 4 daga námskeið er 12.000 kr. 
Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá félagsaðild að Golfklúbbnum Oddi svokallaða ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið á okkar frábæra æfingavelli Ljúflingi.

Hjá GO verður í boði að skrá börn á sumaræfingar sem eru einu sinni í viku í sumar og eru hugsaðar fyrir aldurshópinn 9 ára (2013) – 14 ára (2008). Æfingagjald fyrir sumarið er 10.000 og skráning á sportabler. 

Kennarar og leiðbeinendur:

Golfkennsla er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar ásamt því að með þeim starfa leiðbeinendur úr íþrótta og unglingastarfi GO ásamt aðstoðarmönnum.

Markmið golfleikjanámskeiðs:

Við kynnum íþróttina og umhverfið sem nýtt er til þess að stunda golf fyrir iðkendum og viljum ýta undir áhuga barnanna að stunda þessa fjölskylduvænu íþrótt. Æfingar eru fjölbreyttar og aðlagaðar að getustigi barnanna og tryggt að allir kynnast þeim atriðum sem þarf að hafa í huga hvort sem það eru pútt, stutt og löng högg, golfsiðir, golfreglur og við reynum að leggja áherslu á að allir spili golfvöll (Ljúfling) til að upplifi golf í sinni aðalmynd. Lögð er áhersla á öryggi, skemmtun og gleði svo það skapist jákvætt viðhorf til íþróttarinnar. 

Hægt er að senda fyrirspurn á skrifstofa@oddur.is varðandi námskeiðin. 

< Fleiri fréttir