• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Golfreglunámskeið

NÁMSKEIÐ Í NÝJUM GOLFREGLUM FIMMTUDAGINN 14. MARS

Eins og flestum kylfingum ætti að vera orðið ljóst tóku í gildi nýjar golfreglur um síðustu áramót. Nokkur umræða hefur verið um þær reglubreytingar sem gerðar eru á golfreglunum núna enda hafa átt sér stað miklar breytingar og því erum við á því að nauðsynlegt sé fyrir alla að kynna sér nýju reglurnar vel.
Við ætlum að bjóða upp á golfreglunámskeið fimmtudaginn 14. mars í golfskálanum okkar á Urriðavelli þar sem Þórður Ingason alþjóðadómari ætlar að fara yfir allar helstu breytingarnar, námskeiðið hefst klukkan 20:00 og hvetjum við okkar fólk til að mæta. Hægt er að kynna sér nýjar reglur á vef golf.is með því að smella á bláa hnappinn hér fyrir neðan.

< Fleiri fréttir