• 1. Object
  • 2. Object

3° - NNA 11 m/sek

585 0050

Gönguhópur Golfklúbbsins Odds

Stofnaður hefur verið gönguhópur Golfklúbbsins Odds. Gönguhópnum er ætlað að vera vettvangur fyrir áhugasama félagsmenn og gesti til að hittast reglulega og ganga um svæðið og næsta nágrenni þegar golftímabilinu er lokið og fram að upphafi þess næsta.

Stofnuð hefur verið síða á facebook þar sem við setjum inn upplýsingar um gönguferðir og annað sem viðkemur hópnum Facebooksíða Gönguhóps GO

Myndir frá fyrstu göngu hópsins þann 13. janúar 2019 hér fyrir neðan, þar sem 45 manns mættu og almenn ánægja var með gönguna.  Við stefnum að því að hefja göngur í upphafi janúar og auglýsum það nánar á miðlum okkur.