• 1. Object
  • 2. Object

1° - ANA 1.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

GREENSOME – AFMÆLISGOLFMÓT 

RÆST AF ÖLLUM TEIGUM KLUKKAN 9:00
MÁNUDAGINN 6. ÁGÚST

Við höldum áfram að halda upp á 25 ára afmæli GO og ætlum að halda okkar árlega Greensome golfmót sem venjulega er leikið á 17. júní núna á mánudaginn 6. ágúst (frídag verslunarmanna) og byrjum við daginn á morgunhressingu frá kl:8.00 – 8.30. kl:8:45 förum við í golf og keppum með Greensome fyrirkomulagi og verður ræst út frá öllum teigum kl: 9.00 stundvíslega. Takmarkaður þátttakendafjöldi verður í mótið svo allir komist í afmælisboðið klukkan 14:00. Skráning hefst 1. ágúst kl. 10.00 og lýkur 5. ágúst kl. 16.00.

Þeir leikmenn sem mynda par þurfa að skrá sig hver á eftir öðrum í sama holl. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Að loknu móti og ræðuhöldum veitum við verðlaun í golfmótinu. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt því að nándarverðlaun verða í boði á par 3 holum vallarins. 

LEIKFYRIRKOMULAG ER GREENSOME, ÞAR SEM TVEIR LEIKA SAMAN Í LIÐI OG MÁ LIÐIÐ VERA SKIPAÐ EINS OG HVERT LIÐ VILL. KONUR SAMAN, KARLAR SAMAN, FEÐGIN, MÆÐGIN, PÖR, HJÓN EÐA EKKI HJÓN.  
HVERNIG SPILUM VIÐ GREENSOME….
TVEIR LEIKMENN LEIKA SAMAN Í GREENSOME. BÁÐIR SLÁ AF TEIG OG VELJA SÍÐAN BETRA TEIGHÖGGIÐ. EFTIR ÞAÐ ER SLEGIÐ TIL SKIPTIS, SÁ SEM ÁTTI TEIGHÖGGIÐ SEM VAR EKKI VALIÐ SLÆR ÞÁ ANNAÐ HÖGGIÐ OG SVO KOLL AF KOLLI ÞANGAÐ TIL LEIKMENN KLÁRA HOLUNA.
MÓTSGJALDIÐ ER 2.500 kr. á mann og morgunmatur er innifalinn í mótsgjaldi.

< Fleiri fréttir