• 1. Object
  • 2. Object

1.4° - SSA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haukadalsvöllur við Geysi nýr vinavöllur

Golfklúbburinn Oddur hefur gengið frá vinavallasamningum fyrir golfsumarið 2015. Vinavellir GO verða sjö í sumar því fyrir skömmu náðust samningar við Golfklúbbinn Geysi í Haukadal. Félagar í GO geta leikið Haukadalsvöll fyrir 1500 kr. í sumar sem verður án nokkurs vafa góð viðbót enda völlurinn afar skemmtilegur og krefjandi níu holu golfvöllur.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þau góðu vinavallakjör sem þeim standa til boða í sumar. Nú þegar hafa nokkrir vinavellir opnað og þar eru vinavallakjör virk. Nánar hér.

 

  • Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur (2000 kr.)*
  • Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur (1500 kr.)*
  • Golfklúbburinn Borgarnesi – Hamarsvöllur (1500 kr.)
  • Golfklúbburinn Þorlákshöfn – Þorlákshafnarvöllur, (1500 kr.)*
  • Golfklúbburinn Leynir Akranesi – Garðavöllur, (1500 kr.)
  • Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur, (1500 kr.)
  • Golfklúbburinn Glanni við Bifröst – Glannavöllur, (1000 kr.)
    *Vinavöllur hefur opnað
< Fleiri fréttir