• 1. Object
  • 2. Object

5° - NNA 6 m/sek

585 0050

Hertar reglur vegna Covid 19 taka gildi í dag 31.7

Við höfum innleitt nýjar reglur á Urriðavelli í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og landslæknis og taka þessar reglur gildi frá og með hádegi í dag 31.7.

Við biðjum kylfinga um að fara í einu og öllu eftir þessum reglum, huga vel að hreinlæti og ef allir vinna saman ættum við að geta stundað golf áfram án frekari takmarkana en hérna fyrir neðan eru tilgreindar.

COVID-reglurnar eru í meginatriðum þessar:

  1. Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Svamphólkur er settur utan um stöngina svo að boltinn fari ekki nema að hluta til ofan í holuna.
  2. Hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum. Varðandi leik í glompu eru leyfðar hreyfingar á bolta í glompum (sjá sér staðarreglur í golfskála). Óheimilt er að slétta svæðið áður en bolti er hreyfður.
  3. Boltahreinsivélar verða fjarlægðar af golfvellinum. Sú vinna er í gangi og ætti að klárast eftir helgina og biðjum við kylfinga að sleppa því að nota þær.
  4. Sambýlisfólk má vera saman í golfbíl. Aðrir verða að vera einir í golfbíl.
  5. Mögulegt verður áfram að leiga golfkerrur og þrífur starfsfólk í afgreiðslu handföng áður en þær eru útleigðar.
  6. Við hvetjum kylfinga til að skrá skor með rafrænum hætti. Ef skorkort er notað eiga kylfingar ekki að skiptast á þeim.
  7. Litlar flaggstangir á púttflöt hafa verið fjarlægðar og óheimilt er að snerta flaggstangir á vippflötinni.
  8. Við munum að nýja hreinsa golfbolta og körfur á æfingasvæði og beinum þeim tilmælum til kylfinga að kynna sér reglur við inngang á æfingasvæði og fara almennt eftir 2 metra reglunni.

Við biðjum kylfinga að virða 2 metra regluna og sleppa snertingum eins og handabandi og „high-five“.

Munið handþvottinn og notið sprittstanda eða sprittbrúsa sem eru áberandi í klúbbhúsinu og á æfingasvæðinu.

Við erum öll almannavarnir og skulum vinna þetta saman.

< Fleiri fréttir