• 1. Object
  • 2. Object

4.8° - ANA 7.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Holukeppni GO

Holukeppni GO er ætluð karl- og kvenkylfingum klúbbsins, allir geta verið með, óháð grunnforgjöf (0 – 54,0). Holukeppni er hið upphaflega keppnisform í golfi og þykir einstaklega skemmtilegt leikform. Keppt er með forgjöf sem jafnar leikinn milli keppenda. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Mótið er tvískipt og keppt í karlaflokki og kvennaflokki, og sigurvegarar í þeim flokkum mætast svo í úrslitaleik um holumeistara GO.

Að skráningu lokinni er dregið um hvaða keppendur mætast í fyrstu umferð.

Keppendur koma sér saman um leikdag og leiktíma. Gefnar eru c.a. tvær vikur til að ljúka leik í hverri umferð. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari í hverjum leik heldur áfram keppni, en sá sem tapar hefur lokið keppni í mótinu.

Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur samkvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu.