• 1. Object
  • 2. Object

1.4° - SSA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hreinsunardagur 2023

Það var glæsileg mæting á hreinsunardaginn sem haldinn var eftir vorfundinn og allar brautir og svæðið í heild var plokkað, farið var í beð við aðkomu að 10. teig og ljóst að það verkefni krefst frekari yfirlegu og munum við einbeita okkur að þeirri snyrtingu fyrir opnun vallarins. Stór hópur félagsmanna gekk í kringum æfingasvæðið og tíndi upp golfbolta sem margir hverjir létu hafi nokkuð fyrir sér í leit en við teljum að um 7000 – 10000 boltar hafi skilað sér inn á svæðið og það kemur sér virkilega vel að geta farið yfir lagerinn og flokkað til að eiga t.d. veturforða á næsta ári.

Í lok vinnudagins var svo boðið upp á brauðtertur, súkkulaðitertu og rúnstykki ásamt kaffi og yndislegt að fá líf í hús og það er öruggt að þarna var sleginn tónnin fyrir stemmingunni sem verður hér í sumar.

Við þökkum þeim sem mættu innilega fyrir aðstoðina og látum nokkrar myndir fylgja hér.

< Fleiri fréttir