• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Icelandair einn af stuðningsaðilum Evrópumóts kvenna í golfi

Icelandair og Golfklúbburinn Oddur undirrituðu í vikunni samstarfssamning sem felur í sér að Icelandair verður einn af stuðningsaðilum Evrópumóts kvennalandsliða í golfi sem fram fer á Urriðavelli í júlí á þessu ári.

Evrópumót kvenna verður stærsta alþjóðlega golfmót sem fram hefur farið á Íslandi til þessa og er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Odd og golfhreyfinguna á Íslandi að standa að baki mótinu. Von er á bestu áhugakylfingum Evrópu til leiks í mótinu.

„Samstarf okkar við Icelandair í kringum Evrópumót kvennalandsliða í golfi í sumar mun hafa mikla þýðingu fyrir Golfklúbbinn Odd og ekki síst Evrópumótið í heild sinni. Þetta er gríðarlega stórt verkefni fyrir okkur hjá Oddi og það skiptir sköpum að njóta stuðnings frá sterkum bakhjörlum líkt og Icelandair. Við væntum mikils af samstarfinu við Icelandair sem hefur verið samstarfsaðili GO um árabil,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds.

Hér má kynna sér Icelandair Golfers en flugfélagið hefur í gegnum tíðina þjónustað kylfinga við að leika golf innanlands sem og erlendis.

Þorvarður Guðlausson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðis Icelandair, og Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO, handsala samninginn.

Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðis Icelandair, og Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO, handsala samninginn.

< Fleiri fréttir