• 1. Object
  • 2. Object

10.2° - A 4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Innheimta og ráðstöfun félagsgjalda 2024

Félagsgjöld hafa verið lögð á og fer innheimta og ráðstöfun greiðslna fram í gegnum XPS félagakerfið eins og á síðasta ári. XPS – Greiðslusíða

Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár. 

Greiðslukort, – Greiðsluskipting í allt að 6 skipti* ( *miðum við að sú greiðsluskipting sé þá hafin í upphafi árs, greiðsludeifingarmöguleikum (skiptum) fækkar í 5 í janúar, 4 í febrúar og svo koll af kolli.

Krafa í heimabanka, – hægt að skipta greiðslum í allt að 6 kröfur (athugið að kröfurnar birtast nú undir nafninu “Síminn Pay” í heimabanka) en breytinga á því er að vænta og þá munu kröfur birtast undir nafni Golfklúbbsins Odds.

Eins og áður bætist við 3% umsýslu-og þjónustugjald á dreifingu með debit/kreditkortum og 95 kr. greiðslugjald á hverja færslu og á kröfur í heimabanka 395 króna seðilgjald per kröfu. 

Ef valin er ein greiðsla á greiðslukort bætist ekki við umsýslu-og þjónustugjald á upphæðina.

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslu fyrir 18. janúar næstkomandi verður send út tvískipt krafa í banka með gjalddaga 2. febrúar 2024 og 2. mars 2024. Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 18. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.

FÉLAGSGJÖLD

Félagsgjöld ársins 2024 eru eftirfarandi:

Félagsmenn 12 ára og yngri kr. 35.000
Félagsmenn 13–17 ára kr. 55.000
Félagsmenn 18–25 ára kr. 90.000
Félagsmenn 26–66 ára kr. 170.000 
Félagsmenn 67-84 ára kr. 147.000
Félagsmenn 85 og eldri kr. 51.000

BÖRN & UNGLINGAR

Félagsmenn 13–17 ára kr. 55.000
Félagsmenn 12 ára og yngri kr. 35.000 
Systkinaafsláttur
15.000 kr. bætist við árgjald systkina undir 18 ára.

FÉLAGSGJÖLD LJÚFLINGUR

Félagsmenn 6–17 ára kr. 21.500
Félagsmenn 18–25 ára kr. 34.000
Félagsmenn 26–66 ára kr. 67.000 
Félagsmenn 67 og eldri kr. 54.000

Innheimta á Ljúfling er ekki hafin en við erum að vinna félagaskrá þar inn í kerfið á næstu dögum og munum tilkynna það sérstaklega. Öllum félagsmönnum ætti þó að birtast valmöguleiki að velja annaðhvort fulla aðild eða ljúfling ef viðkomandi er á skrá fyrir fulla aðild.

< Fleiri fréttir