• 1. Object
  • 2. Object

11.8° - SA 3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót Golfklúbba 50 + 2. deild karla

Golfkúbburinn Oddur stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba í 2. deild karla sem lauk um helgina á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Frábær árangur og við óskum okkar köppum innilega til hamingju.

Lið GO var þannig skipað, Óskar Bjarni Ingason, Svavar Geir Svavarsson, Jóhann Pétur Guðjónsson, Sigurhans Vignir, Phill Hunter, Bjartur Logi Finnsson, Davið Arnar Þórisson, Kristján Þórir Hauksson og Einar Viðarsson Kjerúlf. Liðsstjóri var svo Guðjón Steinarsson.

Lið GO hóf leik í mótinu með leik við lið Nesklúbbsins og sá leikur var hörkuspennandi og endaði með jafntefli 2,5 viningur á hvort lið. Í 2. umferð lék lið GO við lið Húsavíkur og þar var einnig um hörkuspennandi leik að ræða þar sem leikur enduðu einnig jafnir og keppni í þessum A riðli því hörkuspennandi. Í þriðju umferð var því um hreinan úrslitaleik að ræða um hvort liðið færi í eftir hluta mótsins og ætti þannig möguleika á sigri og lið Öndverðarness var andstæðingur okkar manna þar sem lið GO átti flottan leik og sigraði með 4 vinningum gegn 1.

Í undanúrslitum mætti lið GO sterku liði GM og þar sýndu okkar kappar flottan leik og báru sigur úr býtum 3,5 – 1,5 vinningi og því ljóst að eftir væri einungis leikur um sæti í 1. deild og þarna ljóst að andstæðingur okkar manna væru heimamenn í liði GSG.

Fyrstu tveir keppnisdagarnir skörtuðu sínu fegursta og sól og blíða lék við keppendur en vitað var að laugardagurinn myndi eflaust mæta keppendum með roki og rigningu og bjartsýnustu menn vonuðust til þess að það tækist mögulega að rúlla þremur umferðum eða 54 holum í gegn á föstudegi til að sleppa kylfingum við leik við erfiðar veðuraðstæður. Sú varð þvi miður ekki raunin og því mættu kylfingar í öllum sínum regnfötum og hlífðarfatnaði og leikar um sæti hófust á öllum teigum stundvíslega klukkan 8:00 þar sem 10 – 12 metrar á sekúndu og nokkuð þétt rigning léku við andlit keppenda svo flestir blotnðu fljótt inn að skinni.

Úrslitaleikurinn milli okkar manna og heimamanna í GSG var hörkuspennandi og leikar voru það jafnir að fjórmenningsleikur Phil og Jóhanns myndi þurfa að halda áfram 19 holu í bráðabana eftir að þeir höfðu jafnað sinn leik með ótrúlegum tilburðum á 18. holu. Á meðan á þeirri leik stóð átti Óskar Bjarni möguleika á að klára leikinn með því að sigra sinn leik sem var að renna upp á flötina á 18. holu meðan Phil og Jói hófu bráðabanann en ekki tókst Óskari að ná sigri á þeirri holu og því ljóst að allt væri undir í bráðabananum. Bæði lið áttu góð teighögg en lið GSG reyndi fyrst að slá inn á flötina á 10. braut en bolta þeirra hafnaði í grjótgarði sem ver flötina og því ljóst að þeir yrðu að koma sér inn á flöt í þriðja höggi og Phil var í góðri stöðu til að koma okkar mönnum á góðan stað á flötinni sem hann og gerði með frábæru höggi í c.a. 2 metra frá pinna. Næst var því að sjá hvað Sandgerðismenn myndu gera og þeirra vipp inn á flötina strauk stöngina og rann tæpa tvo metra yfir holu og því áttum við góðan möguleika á að klára leikinn með fuglapútti sem síðan strauk holuna og því færðist pressan aftur yfir á Sangerðinga sem gátu jafnað holuna með því að setja sitt pútt niður. Okkur til happs gekk það ekki svo ljóst var að GO væri sigurvegari í 2. deild karla þetta árið og fær að leika í efstu deild karla á næsta ári.

Við þökkum Golfklúbbi Sandgerðis kærlega fyrir frábærar móttökur og flottan golfvöll og þökkum þeim keppendum sem áttu með okkar frábæra sólríka daga og svo heldur blautan lokadag á flottum Kirkjubólsvelli.

Áfram GO

< Fleiri fréttir