• 1. Object
  • 2. Object

-0.9° - NV 0.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Keppnislið GO á Íslandsmóti golfklúbba stóðu sig vel

Um nýliðna helgi lauk keppni á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 50 ára og eldri bæði í karla og kvennaflokki. Við áttum að sjálfsögðu glæsilega fulltrúa í efstu deild í báðum flokkum þar sem okkar konur sem áttu að keppa í 2. deild var boðin þátttaka í 1. deild sökum forfalla.

Það kom bersýnilega í ljós að okkar konur áttu svo sannarlega heima í efstu deild og léku þær afskaplega vel og sigruðu lið GM og Nesklúbbinn í riðlakeppninni sem skilaði þeim í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil þar sem okkur konur mættu liði GK. Sá leikur tapaðist og lið GK kláraði svo mótið og sigraði og okkar konur töpuðu svo leik um þriðja sætið við lið GKG en engu að síður er þetta besti árangur keppnissveitar GO kvenna í eldri flokki í langa tíð ef ekki bara alla tíð. Glæsilegt hjá okkar konum.

Í karlaflokki var leikið á Akureyri og okkar menn léku í hörkuriðli með liðum GA, GR og GS. Fyrst var leikið við lið GR og var sá leikur jafn í nokkrum viðureignum en tapaðist þó að endingu 5/0. Í næsta leik mættu okkar menn liði heimamanna og tapaðist sá leikur 4/1 og því ljóst að okkar menn þurfti svo sannarlega að sigra í lokaleik sínum við lið GS sem hafði þá m.a. unnið sterkt lið GA. Okkar menn stóðust svo sannarlega pressuna og kláruðu þann leik 3,5/1,5. Okkar menn áttu þá leiki um 5 – 8. sæti og fyrst mættu okkar menn liði Nesklúbbsins og þar fór lið GO með sigur 3/2 og því ljóst að sæti í deildinna var tryggt að ári sem var grunnmarkmiðið. Í lokaleiknum var leikið við lið GK og tapaðist sá leikur 3,5/1,5 og okkar menn enduðu í 6. sæti.

Við þökkum okkar keppnisfólki kærlega fyrir þeirra framlag um helgina við erum sannarlega stoltur golfklúbbur að eiga svona glæsilega fulltrúa. Áfram GO.

< Fleiri fréttir