Þjálfarar og afreksnefnd hafa valið sveit kvenna sem keppir í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba og sveit karla sem keppir í 3. deild á Íslandsmóti golfklúbba. Konurnar keppa á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi 11.-13. ágúst, sömu daga keppa karlarnir á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar.

Kvennasveit GO skipa:

Auður Skúladóttir
Berglind Rut Hilmarsdóttir
Elín Hrönn Ólafsdóttir
Etna Sigurðardóttir
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Laufey Sigurðardóttir
Ólöf Agnes Arnardóttir
Sólveig Guðmundsdóttir

Þjálfarar: Rögnvaldur Magnússon/Philip Andrew Hunter

Sú staða kom upp þetta árið eins og undanfarin ár að lið hættu við þátttöku í efstu deild kvenna en okkar konur áttu sæti í 2. deild og höfðu sett stefnuna á að fara upp um deild sem var þá bara græjað fyrir þær með mjög litlum fyrirvara þetta árið. Ein ný kona er í liði GO þetta árið en það er Berglind Rut Hilmarsdóttir. 

Karlasveit GO skipa:

Rögnvaldur Magnússon
Óskar Bjarni Ingason
Ottó Axel Bjartmarz
Skúli Ágúst Arnarson
Theodór Sölvi Blöndal
Philip Andrew Hunter
Liðsstjóri/þjálfari: Rögnvaldur Magnússon/Philip Andrew Hunter

Í karlasveitinni eru reynsluboltar sem staðráðnir eru í því að koma liði GO upp í 2. deild. 

Það verður spennandi að fylgjast með þessum glæsilegu fulltrúum Golfklúbbsins Odds og við sendum þeim góðar kveðjur.